fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Tíu ár síðan Kardashian fjölskyldan kom fram í Dr. Phil – Manstu eftir þessu?

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 26. maí 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spjallþátturinn Dr. Phil fór fyrst í loftið 16. september 2002. Phil McGraw er maðurinn á bak við Dr. Phil og tók hann sín fyrstu skref í sjónvarpsiðnaðinum þegar hann kom fram í spjallþætti Opruh Winfrey. Dr. Phil þættirnir hafa notið mikilla vinsælda og hefur hann fengið til sín ótal marga skrautlega gesti en á meðal þeirra er Kardashian fjölskyldan.

Kim Kardashian, Kourtney Kardashian, Khloé Kardashian og Kris Jenner komu fram í þættinum árið 2009 til að ræða um stóra O.J. Simpson málið. O.J. Simpson var mjög frægur og í guðatölu í amerískum fótbolta. Hann spilaði lengi í NFL deildinni og var kallaður „The Juice.“

Árið 1995 voru réttarhöld yfir O.J.. Hann var kærður fyrir morðin á fyrrverandi eiginkonu sinni Nicole Brown og Ron Goldman. Réttarhöldin voru kölluð „réttarhöld aldarinnar“ vegna alþjóðlegu athyglinnar sem málið dró að sér. Þau voru sýnd í beinni og fylgdust um 100 milljón manns með þegar dómsorð var kveðið upp. O.J. var sýknaður. Ástæðan fyrir aðild Kardashian fjölskyldunnar að málinu er að Nicole var besta vinkona Kris Jenner og O.J. var vinur Roberts Kardashian, föður Kim, Kourtney og Khloé. Robert var einnig hluti af lögfræðiteymi O.J. Þó svo að O.J. hafi verið sýknaður, var hann seinna dæmdur sekur í einkarétti.

Nicole Brown, O.J. Simspon, Kris Jenner og Robert Kardashian.

Kris og Robert voru þá sitt hvorum megin í málinu en Kris var viss um að O.J. hafði orðið Nicole að bana. Málið hafði mikil áhrif á Kim, Kourtney og Khloé Kardashian að þeirra sögn. Þær ásamt Kris Jenner komu fram í Dr. Phil 2009 til að ræða um O.J. málið og áhrifin sem það hafði á fjölskyldu þeirra.

Hér eru þær svo að ræða um Keeping Up With the Kardashians og gamalt rifrildi á milli þeirra:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Linda Pé opnar sig um erfiðasta tímabil ævi hennar – „Ég var reið og bitur mjög lengi“

Linda Pé opnar sig um erfiðasta tímabil ævi hennar – „Ég var reið og bitur mjög lengi“
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Brynja og Þórhallur selja „hús hamingjunnar“ með söknuði

Brynja og Þórhallur selja „hús hamingjunnar“ með söknuði
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Unglingurinn skoraði sjö mörk fyrir Arsenal

Unglingurinn skoraði sjö mörk fyrir Arsenal

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.