fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Hjörvar og félagar ræddu rasísk ummæli Björgvins: „Það er eins og hann sé búinn að skrifa þetta niður“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 24. maí 2019 13:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR harmar þau ummæli sem Björgvin Stefánsson lét falla um Archange Nkumu leikmann Þróttar í gær.

Björgvin, leikmaður KR í Pepsi Max-deild karla, lét ummælin falla í beinni útsendingu á Haukar TV í gær. Björgvin sá um að lýsa leik Hauka og Þróttar R. á Haukar TV en þau lið áttust við í Inkasso-deild karla.

Björgvin er fyrrum leikmaður Hauka en hann tjáði sig um Nkumu, leikmann Þróttar. ,,Þetta er það sem ég er alltaf að segja, það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ sagði Björgvin.

KSÍ er með málið á borði sínu, líkur eru á að Björgvin fái fimm leikja bann fyrir rasísk ummæli sín. „Í fyrsta lagi, hvern djöfulinn er hann að lýsa einhverjum leik í 1. deildinni?,“ sagði Hjörvar Hafliðason um málið í Dr. Football þætti sínum i dag.

Mikael Nikulásson, sérfræðingur þáttarins kallaði eftir því að Björgvin væri að einbeita sér að KR. „Hvað eru KR-ingar að hleypa honum í þetta? Þeir hafa reyndar líklega ekki vitað af því. Hvað eru Haukar að taka mann sem er að spila með KR í að lýsa hjá sér? Af hverju er hann ekki að einbeita sér að því, sem hann á að vera gera.“

Mikael kallaði eftir því að fólk myndi taka umræðuna á rólegum nótum, bað fólk um að anda með nefinu. „Hann missir þetta út úr sér, hann er smá ruglaður. Ég hef mjög gaman af honum, það sem ég hef séð á Twitter og svona. Ég held að fólk ætti aðeins að anda með nefinu, hann baðst afsökunar strax. Þetta var ekkert illa meint. Þið vitið hvernig Íslands er, menn eru teknir af lífi. Menn þurfa helst að vera undir sæng allan sólarhringinn, þá færðu ekkert á þig.“

Hjörvar lét Mikael vita að ummælin væru hins vegar ekki við hæfi. Sama hvernig horft væri á málið. „Þetta er yfirgengilega heimskulegt.“

Mikael bætti svo við. „Það þarf að taka á því, það vita samt allir að hann var ekki að meina þetta og að hann missti þetta út úr sér. Mjög heimskulegt. Hann er líka að gera þetta mjög rólega, það er honum ekki til varnar. Það er eins og hann sé búinn að skrifa þetta niður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Pochettino brjálaður eftir leikinn: Eru að skemma enskan fótbolta – ,,Ótrúlegt og fáránlegt“

Pochettino brjálaður eftir leikinn: Eru að skemma enskan fótbolta – ,,Ótrúlegt og fáránlegt“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar
433Sport
Í gær

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester
433Sport
Í gær

Arteta virðist hafa fulla trú á 16 ára strák – Gæti fengið sæti á bekknum

Arteta virðist hafa fulla trú á 16 ára strák – Gæti fengið sæti á bekknum
433Sport
Í gær

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“
433Sport
Í gær

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi