fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Óttast að úrskurður Persónuverndar letji almenning við að fletta ofan af stjórnmálamönnum

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 23. maí 2019 15:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata og talsmaður Báru Halldórsdóttur í Klausturmálinu, gagnrýnir úrskurð Persónuverndar í málinu, þar sem tímalengd upptökunnar sé gerð að úrslita atriði.

Fram kom í máli Ölmu Tryggvadóttur, sérfræðings í persónurétti, á Vísi.is, að lengdin á upptökunni hefði gengið of nærri friðhelgi einkalífs þingmannanna og að dómurinn væri fordæmisgefandi.

Halldór Auðar telur að dómurinn muni aftra fólki í að fletta ofan af athæfi stjórnmálamanna, þar sem það sé afar matskennt hvað sé of langur tími og hvað ekki:

„Lengdin er sumsé úrslitaatriði. Vandinn er hins vegar að það virðist nokkuð matskennt atriði. Hvenær getur fólk verið visst um að það sé réttu megin línunnar og hvenær ekki? Ég er persónulega hræddur um að á meðan þetta er ekki skýrt frekar þá muni fólk forðast það alfarið að nota svona aðferðir til að fletta ofan af athæfi stjórnmálamanna. Eða þá hreinlega sleppa því að koma fram.“

Rétt hjá Báru

Halldór Auðar telur hinsvegar að Bára hafði gert rétt í að stíga fram undir nafni:

„Ég tel hins vegar að þrátt fyrir allt hafi það ekki verið mistök hjá Báru að koma fram til að láta reyna á lagalegu hliðina og á það hversu langt Klaustursþingmenn eru tilbúnir að ganga í því að skjóta sendiboðann (svarið við því er annars – alla leið, nokkrum sinnum fram og til baka)“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða