fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fókus

Glowie um kynferðislega misnotkun: „Aðstæðurnar voru þannig að hinn aðilinn náði einhvern veginn stjórn á mér“

Ræðir um erfið persónuleg mál við Ragnhildi Steinunni í Ísþjóðinni.

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 31. mars 2017 13:59

Ræðir um erfið persónuleg mál við Ragnhildi Steinunni í Ísþjóðinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum skrifaði tónlistarkonan Sara Pétursdóttir, betur þekkt sem Glowie, undir samning við útgáfurisann Columbia í London. Um tímamótasamning er að ræða fyrir Söru sem hefur svo sannarlega slegið í gegn hérlendis undanfarin ár. Sú velgengni fór ekki framhjá Columbia sem mun nú freista þess að koma Glowie á framfæri á alþjóðlegum vettvangi.

Varð tvívegis fyrir kynferðislegri misnotkun

Í tilefni af því settist Sara niður með sjónvarpskonunni Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur og ræddi við hana um tónlistina, boðskapinn sem hún vill koma á framfæri auk annarra persónulegri mála. Meðal annars spurði Ragnhildur Steinunn hana út í þöggunarbyltinguna en hún veitti því eftirtekt að Sara tók þátt í henni á samfélagsmiðlum. Upplýsti þá söngkonan um að hún hefði tvívegis orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af sama aðila.

Gerandinn náði stjórn á henni

„Já, þetta var eitthvað sem gerðist á tíma þegar ég var rosalega þung og átti rosalega erfitt í byrjun framhaldsskólaáranna. Það var í tvö skipti sem að ég varð fyrir kynferðislegri misnotkun, segir Sara. Hún segist ekki hafa áttað sig á því að um misnotkun var að ræða fyrr en töluvert síðar. „Það tók talsverðan tíma að átta sig á því hvað þetta var og hversu slæmt þetta var. Að viðurkenna að þetta er ekkert mér að kenna þótt að þetta hafi gerst og að ég hafi getað gert eitthvað í því. Aðstæðurnar voru þannig að hinn aðilinn náði einhvern veginn stjórn á mér,“ segir tónlistarkonan unga.

Að hennar sögn leið henni mjög illa eftir atvikið og sérstaklega þegar það gerðist í annað sinn. „Ég sagði engum frá af því að ég vissi að þetta væri misnotkun,“ segir Sara.

Þátturinn um Glowie er á dagskrá RÚV á sunnudagskvöldið.

Innslag á Facebook-síðu Ísþjóðarinnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra
Fókus
Fyrir 2 dögum

Líf – Fantagóð frumraun sem gefur lesandanum engin grið

Líf – Fantagóð frumraun sem gefur lesandanum engin grið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Fyrir 3 dögum

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alinn upp á Kvíabryggju – ,,Ég ætla að verða heimsmeistari”

Alinn upp á Kvíabryggju – ,,Ég ætla að verða heimsmeistari”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“