fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Ljósið í myrkrinu á Hlíðarenda?: ,,Gary Martin myndi njóta góðs af því að hafa hann fyrir aftan sig“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 21. maí 2019 20:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

5. umferð Pepsi Max-deildar karla lauk í gær. Krísa Vals heldur áfram en liðið tapaði gegn frábæru FH liði.

Valur hefur ekki byrjað tímabilið vel en liðið hefur fagnað Íslandsmeistaratitlinum síðustu tvö ár.

Það voru nokkrir ljósir punktar í leik Vals í gær og þá sérstaklega Ólafur Karl Finsen.

Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is og Hrafn Norðdahl, stuðningsmaður Stjörnunnar, ræddu spilamennsku Ólafs í hlaðvarpsþættinum Sóknin.

,,Þetta var kannski ágætis leikur hjá þeim í gær og ljósi punkturinn var Ólafur Karl Finsen,“ sagði Hörður.

Hrafn var sammála þessum ummælum en hann þekkir til Ólafs sem er fyrrum leikmaður Stjörnunnar.

,,Heldur betur, Óli Kalli var geggjaður í leiknum, hann var hrikalega góður. Eigum við ekki að segja að þetta sé hans staða, hann hefur verið að spila mikið á miðjunni fyrir val,“ sagði Hrafn.

,,Hann hefur skilað því ágætlega en það er ekki upprunuarlega staðan hans. Hann var geggjaður í gær. Eins og flestir aðrir fyrrum Stjörnumenn á þessu tímabili.“

,,Valsliðið lúkkaði alveg vel en það skilaði núll stigum. Þeir fara alveg jafn sárir á koddann.“

Hörður nefnir svo sóknarmanninn Gary Martin sem er í kuldanum á Hlíðarenda þessa stundina.

Hörður telur að Gary hefði getað notið góðs af því að spila með Óla Kalla fyrir aftan sig í sókn Vals.

,,Það verður að segja eins og er, maður horfði á þennan leik í gær og sá hvað Óli Kalli var góður. Ég hugsaði: ‘það hefði kannski verið fínt fyrir Gary Martin að hafa hann fyrir aftan sig í þessum fyrstu leikjum.’

,,Óli Kalli var að taka hlaup, hann opnaði svæði fyrir sentera og aðra í kringum sig. Hann er svo góður með boltann, getur haldið honum aðeins og ef á einhverjum tímapunkti að Gary Martin kemur aftur inn þá myndi hann njóta góðs af því að hafa gæja eins og Óla Kalla fyrir aftan sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann
433Sport
Í gær

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal
433Sport
Í gær

Antony að fá draumaskiptin

Antony að fá draumaskiptin