fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Risalax fyrir austan

Gunnar Bender
Mánudaginn 20. maí 2019 09:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laxinn er að ganga að ströndinni og brátt berast væntanlega fréttir að hann sjáist í hverri ánni á fætur annarri. Einstöku sinnum veiðast þeir í grásleppunet og þessi kom fyrir nokkrum dögum í slíkt net fyrir austan undir Skálanesbjargi milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar.

Þetta er mitt á milli Breiðdalsár og Jöklu sem eru miklar stórlaxaár og freistandi að ætla að hann hafi verið á leið í aðra hvora!

Veiðimaður var Haraldur Árnason og sagði hann að þetta hafi verið glæsilegur lax og greinilega af náttúrulegum stofni en skaddaðist aðeins í netinu sem von var. Hann vó slétt 15 kg og er 112 cm langur og mjög þykkur, glæsilegur fiskur.

Tekið verður hreisturssýni af laxinum og þá verður hægt að fá meiri upplýsingar um hann.

,,Við opnum Jöklu 27. júní og Breiðdalsá 1. júlí og miðað við hvernig vorar þarna fyrir austan lofar það góðu með startið. Til dæmis er Jökla strax komin í sumarvatn 20-30 rúmmetra á sekúndu,“ sagði Þröstur Elliðason hjá Strengjum um stöðuna.

Mynd. Haraldur Árnason með laxinn sem var 15 kg og er enginn smásmíði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn