fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Heildarlaunin 652 þúsund krónur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. maí 2019 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heildarlaun félagsmanna VR voru 652 þúsund krónur að meðaltali í febrúar 2019 en miðgildi heildarlauna var 600 þúsund. Grunnlaun voru að meðaltali 644 þúsund en miðgildi grunnlauna var 591 þúsund.

Þetta er niðurstaða launarannsóknar VR á launum í febrúar sem vitnað er til í tilkynningu VR.

„Launarannsókn VR byggir á niðurstöðum í reiknivélinni Mín laun á Mínum síðum á vef félagsins. Félagsmenn skrá starfsheiti sitt og vinnutíma í reiknivélina og fá birtan samanburð sinna launa við félagsmenn í samskonar starfi. Miðað er við að lágmarki 60% starfshlutfall sem reiknað er upp í fullt starf og er allur samanburður því á grundvelli a.m.k. 100% starfshlutfalls. Launarannsókn fyrir febrúar 2019 byggir á tæplega 11 þúsund skráningum en félagsmenn VR í þeim mánuði voru um 36 þúsund.“

Í tilkynningunni segir að launareiknivélin hafi verið í þróun í tæp þrjú ár en þetta er þó í fyrsta skipti sem niðurstöður hennar eru birtar.

„Markmið með hönnun á launareiknivélinni var að hún tæki við af launakönnun VR en félagið hefur staðið fyrir árlegri könnun á launakjörum félagsmanna sinna í tvo áratugi. Í ljósi þess að nú eru birtar niðurstöður af Mínum síðum var ekki gerð launakönnun árið 2019.“

Þá segir að launarannsóknin sýni grunn- og heildarlaun eftir starfsstéttum, óháð atvinnugreinum, sem og starfsstéttum innan atvinnugreina. Laun eru birt ef sex eða fleiri félagsmenn hafa skráð viðkomandi starfsheiti í launareiknivélina á Mínum síðum og er það í samræmi við það sem gert hefur verið í launakönnun VR og launakönnunum annarra stéttarfélaga undanfarin ár. Við bendum á mikilvægi þess að skoða fjórðungsmörk og miðgildi launa í töflunum.

„Útreikningur launa byggir á félagsgjöldum, þ.e. eingöngu þeim launum sem greidd eru félagsgjöld af. Inni í birtum launatölum eru þannig ekki ökutækjastyrkir, dagpeningar eða aðrar slíkar greiðslur. Grunnlaun eru reiknuð á grundvelli heildarlauna og yfirvinnutíma sem félagsmenn skrá í reiknivélina, ef svo ber undir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum

Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum
Fréttir
Í gær

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“
Fréttir
Í gær

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“
Fréttir
Í gær

Vel heppnuð árás Úkraínumanna á helstu gasstöð Rússa

Vel heppnuð árás Úkraínumanna á helstu gasstöð Rússa