Ragnar Sigurðsson, varnarjaxl íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, þykir harður í horn að taka innan vallar sem utan. Ragnar var í eldlínunni með íslenska liðinu sem vann tvo góða sigra á dögunum, gegn Kósóvó og Írlandi, og þótti hann standa sig vel eins og svo oft áður.
Einhverjir hafa þó séð ástæðu til að gagnrýna Ragnar og spilamennsku hans í vetur. Það virðist ekki fara sérstaklega vel í kappann ef marka má Twitter-færslu sem hann birti á miðvikudag. „Það væri skemmtilegt ef einhver þyrði að baktala mig eða mínar gjörðir to my face.“