fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Eyjan

Þessir þingmenn Sjálfstæðiflokksins eru sagðir tvístígandi varðandi þriðja orkupakkann

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 2. maí 2019 16:24

Mynd- xd.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Friðriksson hefur ekki viljað gefa upp hvort hann hyggist styðja þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, varðandi innleiðingu þriðja orkupakkans. Að hann vilji ekki opinberlega styðja málið gefur til kynna að hann muni ekki styðja málið og í besta falli sitja hjá við afgreiðslu þess.

Sjá nánar: Ásmundur vill ekki gefa upp afstöðu sína:„Hef ekkert um málið að segja“

Innan umræðuhóps samtakanna Orkunnar okkar er búið að kortleggja þá þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem sagðir eru á báðum áttum varðandi orkupakkann.

Þeir eru: Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, Njáll Trausti Friðbertsson, Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra og Haraldur Benediktsson.

Er Ásmundur sá eini sem merktur er sem staðfestur andstæðingur málsins innan þingflokksins.

Miðað við skrif Njáls Trausta um orkupakkann undanfarið má þó telja að hann sé honum fylgjandi.

Fyrir áramót höfðu minnst sex þingmenn flokksins lýst yfir efasemdum sínum varðandi þriðja orkupakkann. Það voru þeir Páll Magnús­son, Brynj­ar Ní­els­son, Óli Björn Kára­son, Jón Gunn­ars­son, og Njáll Trausti Friðberts­son en auk þeirra hafði Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins sagt að orku­mál Íslend­inga ættu ekki að heyra und­ir EES-samn­ing­inn og var gagnrýninn á orkupakkann.

Allir þessir þingmenn virðast hafa snúist á liðnum vikum í afstöðu sinni og mæla nú fyrir innleiðingu orkupakkans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi – missir Viðreisn fram úr sér

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi – missir Viðreisn fram úr sér
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi mun ekki víkja – gildir einu hvað Guðni hamast

Orðið á götunni: Sigurður Ingi mun ekki víkja – gildir einu hvað Guðni hamast
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið