fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Ásmundur vill ekki gefa upp afstöðu sína: „Hef ekkert um málið að segja“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 2. maí 2019 13:31

Ásmundur Friðriksson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill hvorki játa því né neita við Eyjuna að hann sé andsnúinn innleiðingu þriðja orkupakkans, líkt og fullyrt er um á Viljanum í dag.

Þar er Ásmundur sagður hafa skýrt kollegum sínum í þingflokknum frá afstöðu sinni og sagður fyrsti þingmaðurinn innan stjórnarliðsins sem lýsi þessu yfir.

„Ég hef ekkert um málið að segja,“

sagði Ásmundur í samtali við Eyjuna, en aðspurður hvort hann hygðist sitja hjá, eða kjósa gegn orkupakkanum í þinginu, vildi Ásmundur ekki gefa afdráttarlaust svar:

„Málið er bara í þinglegri meðferð og við erum að skoða þessi mál. Ég vil bara ekkert vera að ræða þetta mál.“

Þá sagði Ásmundur að enginn ágreiningur væri um málið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins:

„Nei nei, ekki svo ég viti til, alls ekki, ég hef ekki heyrt það,“

sagði Ásmundur á hlaupum, en hann mátti ekki vera að því að ræða málið frekar, þar sem hann væri að taka á móti forseta Íslands í Keflavík.

Andstaða utan þings

Verkalýðsforystan hefur að mestu leyti lagst gegn orkupakkanum og andstaðan mælist mikil meðal almennings. Hinsvegar virðist mikill meirihluti þingheims styðja málið, utan Miðflokksins og Flokks fólksins, þó svo stöku þingmenn ríkisstjórnarinnar gætu setið hjá við afgreiðslu þess, enda undir miklum þrýstingi frá baklandi flokka sinna, ekki síst Framsóknarflokkurinn, hvers miðstjórn hefur þegar ályktað gegn orkupakkanum. Hefur Sigurður Ingi Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, sagt það mikilvægt að ná sátt í málinu sem almenningur sætti sig við.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar