fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fókus

Kristján fiskikóngur: Þau sem eru að missa vinnuna mega tala við mig

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 29. mars 2017 12:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

HB Grandi áformar að láta af botnfiskvinnslu á Akranesi. Þar starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. Það eru margir sem eiga því hættu á að missa vinnuna. Bæjarstjórn Akranesbæjar hefur lýst yfir vilja til að bæta hafnaraðstöðu við höfnina og hefur biðlað til HB Granda að fresta áformum sínum og endurskoða þau. Hefur þessi ákvörðun HB Granda vakið deilur og vilja þeir sem gagnrýna fyrirtækið að með þessu sé verið að kúga Akranesbæ í rándýrar framkvæmdir.

Kristján Berg Ásgeirsson, eða fiskikóngurinn eins og hann er gjarnan kallaður hefur nú boðið fólki á Akranesi sem gæti hugsanlega misst vinnuna að starfa fyrir hann. Í samtali við DV segir Kristján:

„Mig vantar einn til tvo handflakara og svo tvo í búðina. Þá vantar jafnvel bílstjóra og tvær þrjár stelpur eða stráka til að snyrta,“ segir Kristján sem er með 25 manns í vinnu. Hann hafði áður tjáð sig á samskiptamiðlum en hann skrifaði á Facebook:

„Ef það eru starfsmenn sem vinna á Akranesi og eru að missa vinnuna, þá mega þeir endilega tala við mig. Mig vantar starfsfólk í fiskverslunina, snyrtingu, og handflakara. Jafnvel bílstjóra. Kristján: 896 0602 kristjan@fiskikongurinn.is Endilega deila til fólksins á Akranesi. Með fyrir fram þökk. Kristján Fiskikóngur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra
Fókus
Fyrir 2 dögum

Líf – Fantagóð frumraun sem gefur lesandanum engin grið

Líf – Fantagóð frumraun sem gefur lesandanum engin grið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Fyrir 3 dögum

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alinn upp á Kvíabryggju – ,,Ég ætla að verða heimsmeistari”

Alinn upp á Kvíabryggju – ,,Ég ætla að verða heimsmeistari”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“