fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Aðdáendur telja að Britney Spears sé haldið nauðugri : Sleppið Britney!

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 19. apríl 2019 18:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun mánaðar var tilkynnt að söngkonan Britney Spears væri í mánaðar innlögn á geðdeild. Þetta hefði hún ákveðið af sjálfsdáðum þar sem veikindi föður hennar hafa lagst mjög þungt á hana.

Faðir Britney á að hafa látið loka hana nauðuga inni

Aðdáendur hennar sýndu stjörnunni stuðning, allavega til að byrja með. Þó hafa efasemdaraddir orðið háværari eftir því sem líður á mánuðinn. Nú hefur myllumerkið #FreeBritney orðið að herferð eftir að nafnlaus aðili, sem segist vera aðstoðarmaður lögmanns, steig fram í hlaðvarpi og sagði að Britney hefði verið lögð nauðug inn á geðdeild og ekki í byrjun apríl heldur um miðjan janúar. Hún á því að hafa dvalið  þar í fjóra mánuði, þvert á hennar vilja.

Nafnlausi aðilinn segist hafa unnið fyrir fjölskyldu Britney og orðið vitni af því að faðir Britney, sem jafnframt er lögráðamaður hennar, hafi hótað að banna henni að koma fram á reglulegum sýningum í Las Vegas, nema hún taki lyfin sín. Síðan þegar hún fór ekki að þessum fyrirmælum gerði hann alvöru úr hótunum sínum. Hann hafi látið Britney segja að hún væri að hætta í Vegas vegna veikinda hans.

Móðir Lynne hefur gefið þessum orðrómi byr undir báða vængi með því að líka við athugasemdir á Instagram. Athugasemdir á borð við „Ég vona að þú sért að styðja við Britney í að fá lögræðið aftur,“ eða „Ég vona að þinn veiki fyrrverandi sé ekki að halda dóttur ykkar nauðugri einhvers staðar“.

Lynne skrifaði svo undarlega uppfærslu á Instagram á dögunum „Þegar stríðsmenn guðs falla á kné, þá er baráttan ekki búin. Hún er bara rétt að byrja“. Þessa færslu hafa margir túlkað sem staðfestingu á því að Britney sé í vanda og móðir hennar að reyna að hjálpa henni.

Britney fékk taugaáfall og rakaði af sér hárið 2008

Faðir Britney varð lögráðamaður hennar eftir taugaáfall árið 2008. Þetta þýðir að hann tekur allar lögfræðilegar, fjárhagslegar, viðskiptalega og læknisfræðilegar ákvarðanir fyrir hana.

Aðrir hafa blásið á orðróminn með því til dæmis að benda á það að Britney sást í síðustu viku á hárgreiðslustofu í leyfi frá geðdeildinni. Að sögn sjónarvotta var hún „í fínu lagi og sátt“.

Frétt AOL

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Linda Pé opnar sig um erfiðasta tímabil ævi hennar – „Ég var reið og bitur mjög lengi“

Linda Pé opnar sig um erfiðasta tímabil ævi hennar – „Ég var reið og bitur mjög lengi“
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Brynja og Þórhallur selja „hús hamingjunnar“ með söknuði

Brynja og Þórhallur selja „hús hamingjunnar“ með söknuði
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Unglingurinn skoraði sjö mörk fyrir Arsenal

Unglingurinn skoraði sjö mörk fyrir Arsenal

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.