fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Kolbrún Baldursdóttir gagnrýnir Frístundakortin: „Hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 09:07

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, er gagnrýnin á Frístundakort Reykjavíkurborgar í pistli í Fréttablaðinu í dag. Kortið, sem gildir í eitt ár í einu, er styrkur upp á 50 þúsund krónur til barna frá 6-18 ára, en systkini geta ekki notað sama kortið. Kortið má nota til greiðslu þátttöku í tómstundum, íþróttum og listum, en Reykjavíkurborg segir að félagslegar aðstæður og efnahagur eigi ekki að skipta máli, en annað komi í ljós þegar nýtingartölur séu skoðaðar. Segir hún reglurnar allt of strangar:

Reglur um Frístundakort eru allt of strangar. Nýtingartölur sem eru skráðar eftir póstnúmerum eru ekki nógu góðar. Kortanýting er 69% til 90%. Í borgarstjórn hef ég reynt að leggja fram tillögur um að notkunarskilyrði verði rýmkuð. Það ætti t.d. að vera sjálfsagt að systkini geti notað sama Frístundakortið henti það þeim. Ekki er heldur hægt að nota Frístundakortið í starfi félagsmiðstöðvanna en þar eru viðburðir og ferðir ekki alltaf gjaldfrjálsar. Ekki er hægt að nota Frístundakortið í niðurgreidd sumarnámskeið á vegum borgarinnar eða félaga. Eins og vitað er þá hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt þrátt fyrir niðurgreiðslu. Kortið ætti ekki einungis að ná yfir frístundir heldur allt sem kallar á útiveru og hreyfingu. Markmið borgarinnar ætti að vera að rýmka reglur kortsins það mikið að það verði fullnýtt. Taka ætti allt sem vitað er að geri börnum gott andlega og líkamlega inn í notkunarskilgreininguna. Ljóst er að menningar-, íþrótta- og tómstundaráð þarf að endurskoða þessar reglur,“

segir Kolbrún.

Minnst nýting í Breiðholti

Mesta nýtingin á frístundarkortinu árið 2018 var af drengjum í Grafarvogi, alls 94 prósent, og af stúlkum í vesturbænum, 87 prósent.

Minnst var nýtingin meðal stúlkna og drengja í Fella- og Hólahverfi, líkt og árið á undan, eða 69% hjá drengjum og 66% hjá stúlkum.

Kerfið ekki hannað fyrir börn

Kolbrún er ekki sú eina sem gagnrýnt hefur þetta fyrirkomulag.  Gunnar Smári Egilssonar, sósíalistafrömuður , gagnrýndi bæði kerfið í kringum kortin sem og Pawel Bartoszek, borgarfulltrúa Viðreisnar og formann menningar,-íþrótta- og tómstundarráðs, á dögunum.

Pawel viðurkenndi að meiri fjölbreytni þyrfti til að koma til móts við ólíkan menningarbakgrunn íbúa, en nýtingin á Frístundakortinu var verst í Efra-Breiðholti.

Sagði Gunnar Smári að kerfið í kringum Frístundakortið væri ekki hannað fyrir börn, heldur fólk sem væri í rekstri á þessum markaði. Því væri frjálshyggjan vandamálið, ekki framboðið á tómstundum og íþróttum:

„Sjálfsagt að skoða þetta út frá menningarlegum bakgrunn en jafn mikilvægt að skoða málin út frá stéttum; það fer saman í hverfum fjöldi innflytjenda og fjöldi fjölskylda sem lifa af lægstu tekjum. Frístundarkortið er nýfrjálshyggjuhugmynd, að breyta því sem áður var samfélagsleg þjónusta yfir í markað. Menntamálaráðherra Trump, Betsy DeVos, stefnir að því að láta svona ávísanakerfi yfirtaka allt skólastarf. Frístundakortið er því ekki stuðningur við fjölskyldur, fátækari fjölskyldur væru betur settar ef borgin styrkti tómstundir, tónlistarskóla, íþróttastarf o.s.frv. beint og ef litið væri á þetta starf sem hluta af uppeldis- og menntunarkerfinu en það væri ekki fært yfir á samkeppnismarkað. Frístundakortið er búið til fyrir fólk sem vill byggja upp fyrirtæki á þessum markaði, ekki fyrir börnin. Þessi niðurstaða, að kortið sé minnst notað í hverfum þar sem líklegra er að fátækar fjölskyldur búa, sýnir að frístundakortið dugar ekki fyrir frístundaiðkun; ekki einu sinni fyrir öllum þátttökugjöldum og svo sendur út af kostnaður vegna búninga, ferða og alls konar. Það er vandamálið við þetta kerfi, miklu fremur en framboðið (sem nýfrjálshyggjunöttarar eins og Pawel trúa að kerfið tryggi einmitt).“

Sjá nánar: Segir frístundakortin ekki gagnast börnum og vera hugmynd „nýfrjálshyggjunöttara“ eins og Pawels

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“