fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Tannhirða mikilvæg yfir páskana

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 19. apríl 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú líður senn að páskum og hefst þá sú hátíð sem inniheldur líklega hvað mesta sælgætisátið. Það sem einkennir páskana gjarnan er góður matur, sameiginleg fjölskyldustund, súkkulaði og spenntir krakkar.

Þá er mikilvægt að hafa góða tannhirðu í huga en foreldrar gegna lykilhlutverki í tannvernd barna sinni. Það skiptir því miklu máli að vita hvað er þeim fyrir bestu svo tennur þeirra verði heilar í framtíðinni.

Betra að borða allt í einu

Það er vitað mál að sykur skemmir tennur. Eftir að hann kemur inn fyrir varir okkar breyta bakteríur í munninum honum í sýru sem leysir upp glerunginn. Þessi sýruárás hefst aðeins nokkrum mínútum eftir neyslu sykursins og hafa tannlæknar því ráðlagt fólki að forðast sykurneyslu á milli mála. Þegar kemur að tannhirðu þá skiptir minna máli hversu mikils sykurs er neytt, meira hve oft hans er neytt. Því telja tannlæknar skynsamlegast að borða allan sykurskammtinn í einu frekar en að dreifa honum yfir á marga daga.

Sykur sem kemur í klístruðu formi, til dæmis karamellur, hlaup og lakkrís, er verstur fyrir tennurnar okkar. Hann situr lengi á þeim og skemmir þær.

Þurfum við öll þessi páskaegg?

Mikilvægt að gæta hófs

Íslendingar verða seint þekktir fyrir hófsemi enda eigum við það til að taka hlutina alla leið, þar eru páskarnir engin undantekning. Við viljum gera vel við okkur og kaupum okkur jafnvel nokkur páskaegg á mann. Þrátt fyrir að magn sykurs sé hans neytt á skömmum tíma hafi minni áhrif á tannhold okkar en ef við dreifum honum á marga daga þá er það mikilvægt heilsu okkar að reyna eftir bestu getu að gæta hófs þegar kemur að páskaeggjunum. Fylgjast með því hvað börnin okkar eru að láta ofan í sig og hjálpa þeim með hreinsun tannanna. Bursta þarf tennurnar tvisvar sinnum á dag, bæði kvölds og morgna, með flúortannkremi og þegar börnin hafa borðað mikið af sælgæti þarf sérstaklega að vanda sig. Þá þarf að hjálpa þeim við notkun á tannþræði einu sinni á dag en með honum er hægt að ná óhreinindum sem festast á milli tannanna.

Segja má að málshátturinn „Allt er best í hófi“ eigi vel við á þessum árstíma og mættu margir breyta samkvæmt honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.