fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Brjánn faðir Birnu fær mikið hrós á Grænlandi: „Þú hefur gott hjartalag og fallega sál“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 10. febrúar 2017 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttir þess efnis að grænlensk kona hefði orðið fyrir fordómum í Kringlunni vakti mikla athygli í gær. Ragnhildur Stefánsdóttir sagðist hafa orðið vitni að því þegar gerð voru hróp að grænlenskri konu. Sagði konan að hún gæti ekki beðið eftir að komast úr landi. Tengdi Ragnhildur áreitið og fordómana við það að Grænlendingur situr í fangelsi, grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Áður höfðu fjölmiðlar greint frá því að skipverji hafði orðið fyrir aðkasti hér á landi og verið vísað út úr verslun af tveimur viðskiptavinum.

Sjá einnig: Ég fordæmi þá hegðun að dæma heila þjóð vegna gjörða eins manns

Brjánn Guðjónsson faðir Birnu deildi frásögn Ragnhildar sem birt var á Nútímanum og sagði:

„Ég fordæmi þá hegðun að dæma heila þjóð vegna gjörða eins manns. Grænlendingar eru vinir okkar og við eigum að efla þann vinskap heldur en hitt.“

Grænlenski miðillinn Sermitsiaq hefur nú gert þessu skil og hefur sú frétt vakið mikla athygli á Grænlandi. Þar er sagt frá því að faðir Birnu, Brjánn Guðjónsson, hafi í miðju sorgarferli staðið upp fyrir Grænlendinga og varað við fordómum í garð granna okkar.

Sjá einnig: „Ég vil ekki vera hérna lengur“

Í kommentakerfinu er Brjánn hlaðinn lofi og Grænlendingar þakklátur að hann skuli koma þjóðinni til varnar. Í lauslegri þýðingu má lesa nokkur ummæli:

„Fallega skrifað hjá föður Birnu. Hann er sterk persóna,“ segir Christensen Louise

„Ég ber mikla virðingu fyrir föður Birnu. Hann hefur sterkan persónuleika,“ segir Elisabeth Heilmann

„Þetta er áhrifamikið, það er ekki annað hægt en að bera djúpa virðingu fyrir föður Birnu.“

„Þrátt fyrir að hafa misst það dýrmætasta, þá hefur faðir Birnu hjarta úr gulli. Megi hún hvíla í friði.“

„Brjánn, þú hefur gott hjartalag og fallega sál.“

„Ég ber mikla virðingu fyrir þér, og mitt í verstu martröð hvers foreldris tekur þú þér tíma til að stíga fram með þessum hætti. Sendi þér mínar dýpstu samúðarkveðjur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups
Fréttir
Í gær

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel