fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Kynning

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 15. mars 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bræðurnir Ólafur og Tyrfingur Leóssynir stofnuðu Jeppasmiðjuna árið 1990. Upphaflega snerist starfsemin um hvort tveggja varahluti og viðgerðir. Viðgerðir á sjálfskiptingum og almennar jeppaviðgerðir voru þá helstu sérsvið Jeppasmiðjunnar. „Einnig hefur fyrirtækið komið mikið að bílabreytingum í gegnum árin og þessir breyttu bílar hjá ferðaþjónustufyrirtækjunum eru til dæmis flestir með einhverja hluti sem við höfum smíðað,“ segir Tyrfingur.

Sérhæfa sig nú í varahlutum

Þegar Ólafur féll frá var starfsemi fyrirtækisins skipt upp þannig að varahlutainnflutningur og varahlutasala er nú undir merkjum Jeppasmiðjunnar. Tyrfingur og Unnur, ekkja Ólafs, reka fyrirtækið saman. „Verkstæðið Ljónsstaðir er hins vegar í eigu fimm af okkar fyrrverandi starfsmönnum og er rekið af þeim. Við erum í miklu og góðu samstarfi við þá en viðgerðarþjónustan er staðsett í sama húsnæði. Við sjáum um varahlutina og þeir um viðgerðir og breytingar.“

Bræðurnir Ólafur og Tyrfingur Leóssynir.

Alltaf nóg af varahlutum á lager

Í varahlutainnflutningnum er mikil áhersla lögð á varahluti í bíla sem eru á Bandaríkjamarkaði. „Þar má nefna Ford, Dodge, Chevrolet, Jeep og svo bandarískar gerðir af Toyota, Mazda, Hyundai, Kia, Subaru o.fl.,“ segir Tyrfingur.

Ávallt er mikið til af varahlutum á lager en Jeppasmiðjan pantar aðra varahluti sem vantar hverju sinni jafnóðum og fær tvær sendingar í viku frá Bandaríkjunum. Einnig er Jeppasmiðjan með olíur, frostlög, rúðuvökva og rafgeyma í margar gerðir bíla.

Heimilisfang fyrirtækisins er Ljónsstaðir, sem eru rétt fyrir utan Selfoss, en í vissum skilningi þjónar fyrirtækið öllu landinu. „Við seljum varahluti til verkstæða og almennings um allt land og héðan fara daglega margir pakkar með póstinum og flutningabílum hvert á land sem er. Auk þess fara sendibílar með vörur frá okkur þrjár ferðir á dag til Reykjavíkur,“ segir Tyrfingur.

Jeppasmiðjan er til húsa að Ljónsstöðum, skammt fyrir utan Selfoss.

Símanúmer er 480-0120 en nánari upplýsingar eru á vefsíðunni jepp.is.

Facebook: Jeppasmiðjan ehf

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7