fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Brjánn og Sigurlaug: „Við erum einungis að biðja um að ekki verði teknar nærmyndir“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 1. febrúar 2017 17:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Okkur foreldrunum þætti vænt um ef fjölmiðlar myndu sýna okkur tillitssemi við útför Birnu á föstudaginn og taka ekki ljósmyndir á meðan jarðarförinni stendur,“ sögðu Brjánn Guðjónsson og Sigurlaug Hreinsdóttir í samtali við DV í gær. Útför Birnu fer fram næstkomandi föstudag. Athöfnin fer fram í Hallgrímskirkju klukkan 15:00. Segja foreldrarnir að með þessari ábendingu hafi þau átt við að fjölmiðlar tækju ekki nærmyndir af ættingjum að syrgja Birnu í Hallgrímskirkju.

Foreldrar Birnu hafa lifað sínu erfiðustu daga síðustu vikur en þau eru afar þakklát landsmönnum fyrir að styðja við bakið á fjölskyldunni. Útförin verður opin en í samtali við DV í gær sögðu Sigurlaug og Brjánn að þau vildu síður að það yrði tekin mynd af þeim að syrgja Birnu. Það væri óþægileg tilhugsun og það myndi hjálpa þeim á þessum erfiðu tímum ef fjölmiðlar gætu virt það.

Sigurlaug, Brjánn og Logi Fannar bróðir Birnu birta sameiginlega yfirlýsingu á Facebook-síðu Sigurlaugar í dag. Þar taka þau fram að „þar sem allir landsmenn hafa tekið þátt í leit að Birnu á einn eða annan hátt og tekið þátt í sorg okkar að þá höfum við fullan skilning á því að fjölmiðlar fjalli um jarðarförina og taki myndir og viljum vera í góðu og fallegu samstarfi við fjölmiðla eins og hefur verið frá byrjun.“

Við þetta bætir Sigurlaug:

„Við erum einungis að biðja um að ekki verði teknar nærmyndir af nánustu aðstandendum, fjölskyldu og vinum, syrgja.“

Erfidrykkja

Erfidrykkjan fer fram í flugskýli Landhelgisgæslunnar sem er á Reykjavíkurflugvelli strax eftir athöfnina. Segir Sigurlaug að þangað séu allir velkomnir.

„Fólki er bent á að leggja bílum sínum við Nauthólsvík og Landhelgisgæslan mun ferja gesti frá bílastæði að flugskýlinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt