fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024

Einar þjálfari segir feður þurfa að taka sig á: „Ungir karlmenn eru á hraðri niðurleið“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 4. apríl 2019 14:00

Einar Kristjánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Kristjánsson einkaþjálfari, styrktarþjálfari og eigandi AlphaGym segir feður þurfa að taka sig á og sýna öðrum ungum karlmönnum gott fordæmi.

„Við verðum að ala upp menn sem taka frumkvæði og persónulega ábyrgð. Við verðum að ala upp menn sem eru tilbúnir að aðstoða aðra og standa upp fyrir því sem er rétt,“ segir Einar í færslu á Facebook. Einar gaf DV góðfúslegt leyfi til að birta pistillinn. Hann deilir reglulega alls konar fróðleik um heilsu og næringu á Facebook-síðu sinni.

„Pabbar, við þurfum að tala saman. Ungir karlmenn eru á hraðri niðurleið í samfélaginu. Ungir karlmenn eru langt á eftir á alltof mörgum vígstöðum (námi, andlegri líðan og fleira),“ segir Einar.

Hann segir lýsandi dæmi vera skilaboð sem hann fær í hverri viku frá mæðrum eða kærustum ungra karlmanna á aldrinum 18-28 ára. „[Þær] eru annað hvort að kaupa eða segja upp þjónustu FYRIR viðkomandi. Reglulega fæ ég skilaboð frá foreldrum sem eru að sækja um vinnu FYRIR 20-30 ára gamla syni sína,“ segir Einar og heldur áfram:

„Af hverju taka ekki fleiri ungir karlmenn frumkvæði eða axla persónulega ábyrgð? Af hverju haga ungir karlmenn sér eins og litlir strákar langt fram eftir aldri? Sumir myndi segja að þetta sé „femínista samfélaginu“ að kenna. En það er bullshit og fórnarlambs hugsunarháttur.

Þetta skrifast að miklu leiti á okkur pabbana. Foreldri af sama kyni getur haft gríðarleg áhrif á framþróun og mótun einstaklings.

Við þurfum að taka okkur á. Við verðum að hjálpast að við að ala upp karlmenn, ekki stráka. Við þurfum að undirbúa þá betur fyrir lífið. Við verðum að ala upp nútíma herramenn sem axla ábyrgð.

Við verðum að ala upp menn sem vita fyrir hvað þeir standa, við verðum að kenna þeim að lifa eftir grunngildum sem hjálpa þeim að ná árangri.

Við verðum að ala upp menn sem taka frumkvæði og persónulega ábyrgð. Við verðum að ala upp menn sem eru tilbúnir að aðstoða aðra og standa upp fyrir því sem er rétt. Við verðum að ala upp karlmenn sem vilja sigra, skapa keppnisskap (og kunna að tapa sem herramenn). Við verðum að ala upp menn sem geta komið með aukið verðmæti í samfélagið okkar og verið sjálfbjarga leiðtogar sem þjóna öðrum á jákvæðan hátt.

En ÞÚ verður að setja standardinn. Settu háan standard og sýndu fordæmi – „lead by example.“

Það er fylgst með hverju einasta skrefi sem þú tekur. Sýndu fordæmi með þínum eigin ákvörðunum.

Vertu leiðtogi sem sér fyrir og verndar fólkið í kringum sig, stattu upp fyrir því sem er rétt, berðu virðingu fyrir öðrum, axlaðu ábyrgð, skapaðu samfélaginu verðmæti og þjónaðu öðrum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Elvar segir frá sögu sem hann heyrði um Adam Ægi á knæpu í Reykjavík

Elvar segir frá sögu sem hann heyrði um Adam Ægi á knæpu í Reykjavík
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Öflugur framherji sterklega orðaður við Arsenal eftir að þessi mynd birtist

Öflugur framherji sterklega orðaður við Arsenal eftir að þessi mynd birtist
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gary Neville telur að þetta sé stærsta vandamál Chelsea

Gary Neville telur að þetta sé stærsta vandamál Chelsea
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ljóst að Sanchez söðlar um í sumar

Ljóst að Sanchez söðlar um í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ókvæðisorðum stöðugt hreytt í Greenwood – „Ég er viss um að köllin hafi áhrif á hann“

Ókvæðisorðum stöðugt hreytt í Greenwood – „Ég er viss um að köllin hafi áhrif á hann“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.