fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
FókusKynning

Flottur ástarpakki í Glæsibænum

Kynning

Dalía blómabúð og Deluxe snyrti- og dekurstofa taka saman höndum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. febrúar 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dalía blómabúð og snyrti- og dekurstofan Deluxe eru staðsettar hlið við hlið í Glæsibænum, í hjarta borgarinnar. Valentínusardagurinn, sem rennur upp þriðjudaginn 14. febrúar, er í hávegum hafður hjá þessum ágætu fyrirtækjum sem hafa nú tekið höndum saman og útbúið afar rómantískan og flottan gjafapakka fyrir alla þá sem vilja gleðja elskuna sína á Valentínusardaginn.

Ef þú kaupir gjafabréf fyrir 6.500 krónur frá Deluxe færðu gjafabréf að verðmæti 8.000 króna. Þú mætir með gjafabréfið til Dalíu og nælir þér í 20 prósenta afslátt af tilbúnum blómvendi í fallegum pakkningum.

Deluxe er með alls konar dekur í boði og Dalía með fjölbreytt úrval blóma og gjafavöru á sanngjörnu verði. Dalía veitir hlýja, persónulega og faglega þjónustu. „Við erum með sérlega gott verð á rósum og blómum og við leggjum metnað okkar í að viðskiptavinir gangi glaðir og ánægðir út frá okkur,“ segir Ólafía Ólafsdóttir, eigandi verslunarinnar. Venjulegur opnunartími er alla virka daga og laugardaga frá kl. 10.00 til 19.00 og sunnudaga frá kl. 12.00 til 18.00.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Snyrtifræðingarnir Gyða Agnarsdóttir og Sólrún Pétursdóttir eru eigendur snyrti- og dekurstofunnar Deluxe. Auk þeirra starfar á stofunni Valgerður Ósk Daníelsdóttir snyrtifræðingur sem sérhæfir sig í Sleek Brow, en það er mjög vinsæl þykkingarmeðferð fyrir augabrúnir þar sem hárum er bætt inn í þær.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

„Við bjóðum upp á mjög fjölbreytt úrval snyrtimeðferða jafnt fyrir konur sem karlmenn,“ segja stöllurnar. „Við notum einungis hágæðavörur, sem hannaðar eru af húðlækni, í andlitsmeðferðir. Við þurftum að sækja námskeið og fá sérstakt diplóma til að öðlast leyfi til þess að nota vörurnar á stofunni okkar. BB-kremið okkar hefur algjörlega slegið í gegn og er vinsælasta varan okkar.“

Sem fyrr segir eru þessi ágætu fyrirtæki, Dalía blómaverslun og Deluxe snyrti- og dekurstofa, staðsett hlið við hlið í verslunarkjarnanum í Glæsibæ. Það er full ástæða til að kíkja þangað í heimsókn fyrir Valentínusardaginn og konudaginn og tryggja sér gleði og ánægju ástarinnar sinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7