fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Húsráð – Lífgaðu upp á heimilið

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 19. mars 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimilið endurspeglar að vissu leyti okkar eigið sjálf og því getur verið ómissandi að byrja árið með því að lífga upp á það. Hér eru nokkrar skotheldar hugmyndir fyrir þá sem vilja hefjast handa.

Breyttu til í bókahillunni

Léttu á bókahillunni og fækkaðu bókum ef þú getur. Bækur sem eru hvorki fallegar né mikið lesnar mega alveg fara í kassa og jafnvel í Góða hirðinn. Breyttu til með því að raða bókunum upp á nýtt. Til dæmis eftir viðfangsefni, útliti, litum, stærð, eða stafrófsröð. Prófaðu þig áfram og sjáðu hvað kemur best út. Hafðu bækur í blandi við skraut ef það er pláss og skiptu því út þegar þú færð leiða á því.

Skiptu út stofustássi

Það lífgar svo sannarlega upp á stofuborðið að hafa þar eitthvert skraut. En þegar sama skrautið hefur verið á borðinu mánuðum saman dofnar ljóminn yfir því. Það er því tilvalið að skipta því út með nokkurra vikna eða mánaða millibili. Ef þú ert með púða á sófanum er góð hugmynd að skipta púðum eða púðaverum út af og til. Ef þú ert ekki með neina púða skaltu fjárfesta í nokkrum og sjá hverju þú hefur verið að missa af.

Gefðu lífinu lit

Það getur verið kærkomin tilbreyting sletta smá málningu á veggi. Þú gætir til dæmis valið einn vegg í stofunni, svefnherberginu eða vinnuaðstöðunni.

Rauður eykur orku og hentar vel þar sem þú vilt hafa líf og fjör, til dæmis í stofu og borðstofu.

Gulur er eins og sólin sem kemur með góða skapið. Liturinn hentar vel til að lífga upp á lítil rými. En best er að nota gulan lit í hófi.

Blár er afslappandi litur sem hentar vel í svefnherbergið. En þessi slökunaráhrif gera það einnig að verkum að blár eflir sköpunarkraft og afkastasemi. Þetta er því líklega besti liturinn í vinnuherbergið.

Grænn minnir okkur á náttúruna. Allt er vænt sem vel er grænt og litnum fylgir sælutilfinning.

Hægt er að blanda tveimur litum saman til að fá það besta sem báðir hafa að bjóða.

Settu nýjan svip á svefnherbergið

Ef þú ert týpan sem býr um rúmið getur þú keypt ný sængurföt eða rúmteppi til að fá ferskan blæ í svefnherbergið. Ef þú ert ekki þessi týpa gætirðu prófað að búa um rúmið til tilbreytingar.

Tæmdu fataskápinn

Taktu gjörsamlega allt út úr fataskápnum. Skoðaðu hverja og eina flík. Notaðu GGH aðferðina: Geyma, gefa, henda.

Geymdu þær flíkur sem þú veist að þú munt nota aftur og notar reglulega.

Gefðu heilar flíkur sem þú veist að þú munt ekki klæðast á næstu mánuðum. Þú getur einnig reynt að selja þær sem eru sérstaklega fínar. Oft má fá aur fyrir flottar hönnunarflíkur.

Hentu því sem er illa farið og ónýtt.

Baðherbergisbyltingin

Ef þú manst ekki hvenær þú keyptir klósettburstann er löngu kominn tími til að skipta honum út. Burt með plastbrúsana; settu handsápuna í fallegan sápuskammtara. Fáðu þér tannburstaglas í stíl. Opnaðu baðherbergisskápinn. Hentu því sem er útrunnið eða gefðu það sem hefur staðið hreyfingarlaust í ár og aldir. Raðaðu því sem þú notar reglulega snyrtilega upp svo skápurinn brosi við þér þegar þú opnar hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.