fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Alda Karen ætlar að halda áfram að hlusta á Michael Jackson: „Þú þarft ekki að hafa skoðun á því“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. mars 2019 12:30

Alda Karen Hjaltalín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frumkvöðullinn og fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín tjáir sig um Michael Jackson eftir að hann var ásakaður um kynferðisofbeldi.

Heimildamyndin Leaving Neverland segir frá meintu kynferðisofbeldi Michael Jackson gegn ungum drengjum. Í kjölfarið hafa miklar umræður myndast og hafa margir sagt skilið við tónlistina hans. Fjöldi útvarpsstöðva víða um heim eru hættar að spila tónlist hans.

Sjá einnig: Neverland-búgarðurinn var hannaður fyrir myrkraverk: „Ég var annað hvort að horfa á hann fróa sér eða horfa á Pétur Pan“

Alda Karen tjáir sig um Michael Jackson í Instagram Story í gær. Hún segist hafa verið aðdáandi hans frá barnsaldri og hún og móðir hennar grétu þegar hann dó. Eftir að hafa horft á fyrri hluta Leaving Neverland segist Alda Karen ekki skilja af hverju mennirnir sem saka söngvarann um kynferðisofbeldi væru að stíga fram.

„Því MJ hefur verið dáinn í tíu ár. Ég var alveg: „Af hverju eru þeir að koma fram núna?“

Skjáskot/Instagram

En eftir að hafa horft á seinni hluta myndarinnar segist Alda Karen skilja mennina.

„Ég elska kannski listina hans. En ég get ekki elskað manninn á bakvið listina. Hann misnotaði unga stráka. Þessir strákar finna enn þá til vegna þess. Þeir eiga skilið að það sé hlustað á þá.“

Alda Karen segir að við eigum það til að kenna þolendum um kynferðisofbeldi. Hún segir þolendur eiga skilið að það sé hlustað á þá og þeir séu ekki ófyrirséður skaði (e. collateral damage).

Að lokum segir Alda Karen að hún ætlar að halda áfram að hlusta á tónlist Michael Jackson, en á þann hátt að það sé valdeflandi fyrir hana. „Þú þarft ekki að hafa skoðun á því. Þú ættir að gera það sem þér finnst vera rétt,“ segir hún.

Skjáskot/Instagram

Lestu alla Instagram Story færslu Öldu Karen í heild sinni hér að neðan.

 „Ég vil byrja á því að segja að ég elska tónlist [Michael Jackson] og hef alltaf gert það. Ég meira að segja söng Thriller á söngvakeppni skólans míns þegar ég var 17 ára. Ég og mamma mín grétum þegar hann dó.

Eftir fyrsta hluta [Leaving Neverland] þá skildi ég ekki alveg af hverju þessir menn væru að koma fram núna með þessar ásakanir. Því MJ hefur verið dáinn í tíu ár. Ég var alveg: „Af hverju eru þeir að koma fram núna?…

Eftir seinni hlutann þá skildi ég það. Ég elska kannski listina hans. En ég get ekki elskað manninn á bakvið listina. Hann misnotaði unga stráka. Þessir strákar finna enn þá til vegna þess. Þeir eiga skilið að það sé hlustað á þá.

Mér finnst eins og við eigum það til að kenna þolendum um þegar kemur að kynferðisofbeldi en einnig koma fram við þá eins og þeir séu ófyrirséður skaði (e. collateral damage). „MJ var veikur og hann vissi ekki hvað hann var að gera“ eða „þessar konur sem þessi gaur misnotaði hjálpuðu honum að verða betri maður.“

Þolendur kynferðisofbeldis eru ekki ófyrirséður skaði. Þeir eiga skilið að það sé hlustað á þá.

Ég mun halda áfram að hlusta á tónlistina hans. Kannski ekki eins mikið og ég gerði áður en samt á þann hátt að það muni valdefla mig. Það er bara mín ákvörðun. Þú þarft ekki að hafa skoðun á því. Þú ættir að gera það sem þér finnst vera rétt.

En ég hvet ykkur að horfa á Leaving Neverland. Takk fyrir að lesa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“