fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Það eru bara tvær reglur í þessari íþrótt – önnur er að ekki má drepa neinn

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 11. mars 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttir eru mishættulegar eins og gengur og gerist. Í flestum þeirra gilda þó margar reglur sem eiga einmitt að tryggja öryggi þátttakenda. Í Bretlandi er þó ein íþróttagrein, ef íþrótt skyldi kalla, sem sameinar í raun allt það versta í íþróttum.

Atherstone Ball Game er kappleikur sem fer fram einu sinni á ári í bænum Atherstone í Warwickshire á Englandi. Þar koma saman í boltaleik um 900 einstaklingar, að mestu leyti ungir karlar. Afar fáar reglur gilda í leiknum eins og kannski sést á myndbandinu hér neðst í fréttinni.

Reglurnar eru raunar aðeins tvær; ekki má drepa neinn og þá verður leikurinn að fara fram á Long Street sem er gata í miðbæ Atherstone.

Kappleikurinn fer fram á sprengidag ár hvert og er hann byggður á kappleik sem fram fór á svæðinu árið 1199 á milli íbúa Leicestershire og Warwickshire. Þá kepptu menn um gull sem búið var að koma fyrir inni í sérútbúnum bolta. Leikurinn er flautaður á klukkan þrjú og endar hann klukkan fimm síðdegis. Sá vinnur sem hefur boltann í höndunum þegar leikurinn er blásinn af.

Breska blaðið Mirror greinir frá því að leikurinn síðastliðinn þriðjudag hafi ekki farið fram áfallalaust. Einn þátttakandi er sagður hafa misst eyra og aðrir blóðguðust þó nokkuð í átökunum. Ekki er óalgengt að menn láti hnefana tala og skalli jafnvel hvorn annan.

Sigurvegarinn að þessu sinni var hinn 39 ára gamli Jonathan Slesser sem var mjög stoltur af sigrinum þegar blaðamaður Mirror náði tali af honum. Slesser þykir nokkuð harður í horn að taka og var þetta fjórði sigur hans í keppninni. Menn geta keppt í liðum eða sem einstaklingar en Slesser þessi er með nokkra félaga með sér sem verja hann fyrir ágangi annarra keppenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu