fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Sport

Sigurbjörn lenti og fór beint í búning ásamt goðsögn: ,,Þarna er hann bara og spyr um nafn“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 3. mars 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Sigurbjörn Hreiðarsson, hann er litríkur karakter sem á ansi merkilegan feril, hann lék alla tíð í meistaraflokki með Val, fyrir utan eitt tímabil í atvinnumennsku. Sigurbjörn upplifði ótrúlega tíma með Val, bæði góða og slæma.

Sigurbjörn reyndi fyrir sér í atvinnumennsku á sínum tíma en hann spilaði með Trelleborgs í Svíþjóð.

Fyrir það hafði hann reynt fyrir sér á Englandi og fór á reynslu til bæði Crystal Palace og Chelsea.

Árið 1995 lenti Sigurbjörn á flugvelli í London og stuttu síðar var hann kominn inná í varaliðsleik Chelsea.

Þar spilaði hann á miðjunni ásamt Glenn Hoddle sem var leikmaður og þjálfari Chelsea á þessum tíma.

Hoddle er goðsögn í enska boltanum en hann lék lengst með Tottenham frá 1975 til 1987.

,,Maður hafði farið út og tékkað sko á hinu og þessu. Ég hafði farið töluvert til Englands,“ sagði Sigurbjörn um reynslu sína erlendis.

,,Árið 1992 þá fór ég til Crystal Palace og var þar þegar Steve Coppell var að þjálfa og þeir voru með skemmtilegt lið.“

,,Svo fórum við til Chelsea árið 1995 með Ívari Bjarklind og Auðuni Helgasyni, þá var Glenn Hoddle að þjálfa.“

,,Það var ansi gaman, við lentum á flugvellinum og vorum strax settir í leik. Það var eitthvað landsleikjahlé og varaliðið var að spila.“

,,Þá var Glenn Hoddle að spila, hann spilaði þennan leik. Leikurinn var byrjaður og okkur var skellt í búning og svo kom hann sem stjórnaði liðinu þá, hvort það hafi ekki verið Graham Rix.“

,,Hann spyr okkur hvar við spilum og ég svara á miðjunni og hann segir að það sé fínt og að ég eigi að koma inná. Ég fer inná miðjuna og þarna er bara Hoddle og spyr um nafn. Ég segi Siggi man!“

,,Hann sagði mér að spila með honum á miðjunni gegn Fulham. Við vorum tveir í tíu til tuttugu mínútur saman og svo fór hann útaf, hann var búinn á því.“

,,Hann skipti við Ívar Bjarklind þannig það voru fyrstu kynni mín af Chelsea. Við vorum þarna í 10-12 daga og þeir ákváðu að semja ekki við okkur!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Svona er staðan á Englandi árið 2024 – Væri glæpur að reka Pochettino

Svona er staðan á Englandi árið 2024 – Væri glæpur að reka Pochettino
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ummæli Bruno tekinn úr samhengi

Ummæli Bruno tekinn úr samhengi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Einn sá eftirsóttasti tjáir sig

Einn sá eftirsóttasti tjáir sig
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hafnaði Bayern Munchen fyrir West Ham

Hafnaði Bayern Munchen fyrir West Ham
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kaupir ekki útskýringar um fjarveru Viðars – „Þetta er bara bullshit“

Kaupir ekki útskýringar um fjarveru Viðars – „Þetta er bara bullshit“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nokkrar staðreyndir fyrir stórleikinn í Kópavoginum – Valur í brekku en miðað við síðustu leiki verður þetta ekki niðurstaðan

Nokkrar staðreyndir fyrir stórleikinn í Kópavoginum – Valur í brekku en miðað við síðustu leiki verður þetta ekki niðurstaðan
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum