fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fókus

The Black Eyed Peas koma til Íslands: Halda tónleika í Laugardalnum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 07:30

Þessi sveit á marga aðdáendur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórsveitin The Black Eyed Peas kemur til Íslands í sumar og skemmtir gestum á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem haldin verður í Laugardal helgina 21. til 23. júní.

Sveitin sló fyrst rækilega í gegn með laginu Where Is the Love? árið 2003, en þá hafði hljómsveitin verið starfandi í einhverri mynd allt frá árinu 1988 þegar will.i.am og apl.de.ap byrjuðu að rappa og koma fram í Los Angeles. Sveitin var þó ekki formlega stofnuð fyrr en árið 1995. Where Is the Love? var án efa smellur ársins 2003 og fór á toppinn í þrettán löndum. Lagið er að finna á plötunni Elephunk og ekki leið langt þar til annað lag af plötunni, Shut Up, gerði allt vitlaust.

Næsta plata sveitarinnar, Monkey Business, kom út árið 2005 og sló öll fyrri met sveitarinnar með því að fara í fjórfalda platínumsölu í Bandaríkjunum. Vinsælustu slagararnir af þeirri plötu voru Don’t Phunk with My Heart, Don’t Lie, My Humps og Pump It.

Árið 2009 skipaði hljómsveitin sér í raðir aðeins ellefu listamanna sem höfðu náð því að eiga fyrsta og annað sætið á Billboard Hot 100-listanum á sama tíma með lögin Boom Boom Pow og I Gotta Feeling. Það síðarnefnda var á toppi listans í 26 vikur í röð. Sveitin hefur selt milljónir platna um heim allan og er ein söluhæsta sveit allra tíma. Þá hefur sveitin verið tilnefnd til fjölda verðlauna og þar á meðal unnið til sex Grammy-verðlauna og tveggja MTV Video Music-verðlauna.

Þrír af upprunalegu meðlimum sveitarinnar, apl.de.ap, will.i.am og Taboo eru enn í sveitinni en með þeim syngur söngkonan Jessica Reynoso. Það hefur í raun oft verið skipt um söngkonu í hljómsveitinni en sú þekktasta sem gegnt hefur þeirri stöðu er án efa Fergie sem þandi raddböndin í The Black Eyed Peas á árunum 2002 til 2016.

Patti Smith kemur líka

Forsvarsmenn Secret Solstice tilkynntu um komu The Black Eyed Peas í morgun. Á sama tíma var tilkynnt um komu bandarísku tónlistarkonunnar og Íslandsvinarins Patti Smith og sveitarinnar The Sugarhill Gang. Meðal íslenskra listamanna sem afhjúpaðir voru eru Birnir, Flóni, Hatari, Una Stef og Ása.

Nú þegar hefur verið sagt frá því að Rita Ora, Robert Plant, Pussy Riot og Kerri Chandler skemmti á hátíðinni, en dagskrá og upplýsingar um listamenn fá finna á heimasíðu hátíðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“
Fókus
Í gær

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma