fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fókus

Linda opnar sig um kærastann: Svona lágu leiðir þeirra saman – „Hann fór og bjargaði henni fyrir mig“

Fókus
Laugardaginn 23. febrúar 2019 09:21

Linda Pétursdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér finnst virkilega gott að hafa einhvern til að deila gleði, sorgum og daglegu lífi með, og óhætt að segja að ég hafi ekki kynnst því áður á þennan hátt.“

Þetta segir Linda Pétursdóttir, athafnakona og fegurðardrottning, í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Ekki alls fyrir löngu bárust fréttir af því að Linda hefði fundið ástina í örmum Kanadamannsins Jamie Greig. Þó að nýlega hafi verið greint frá sambandi þeirra hafa þau verið saman undanfarin þrjú ár.

„Ég hef haldið sambandinu prívat í að verða þrjú ár, því mér finnst gott að halda einkalífinu fyrir mig. Mér tókst vel að halda því leyndu allan þennan tíma,“ segir Linda í viðtalinu en hún er nú búsett í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Áður en þau fluttu þangað bjó Jamie með Lindu á Íslandi og hafa þau sett stefnuna á að flytja til Vancouver í Kanada áður en langt um líður.

Linda er augljóslega hamingjusöm með Jamie, hún segir að lífið með honum sé áreynslulaust og þau séu bestu vinir. „Lífshlaup okkar hefur verið ansi ólíkt en leiðir okkar lágu fyrst saman þegar ég bjó í Vancouver fyrir um fimmtán árum,“ segir hún.

En hvernig lágu leiðir þeirra saman?

Í viðtalinu kemur fram að Jamie sé frændi fyrrverandi nágrannakonu Lindu sem kynnti þau. Þau vissu því af hvort öðru en voru ekki beint í miklum samskiptum, ekki fyrr en Linda leitaði til Jamie um aðstoð.

„Stjarna, tíkin mín, var í pössun í Kanada á meðan beðið var eftir að koma henni heim í einangrun, hann fór og bjargaði henni fyrir mig en það er töluvert lengri saga,“ segir hún en í kjölfarið leiddi eitt af öðru, þau fóru að tala meira saman og segir Linda að smám saman hafi hún fallið fyrir honum.

Jamie vinnur fyrir Landhelgisgæslu Kanada og segir Linda að hann sé eitt mesta ljúfmenni sem hún þekkir. „Stór og karlmannlegur, listakokkur og hugsar vel um mig, Ísabellu og hundana okkar. Ég er algjörlega afslöppuð og ég sjálf með honum, við hlæjum mikið saman og það er oftast gaman hjá okkur,“ segir Linda í viðtalinu sem má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Forsetahjónin fögnuðu 95 ára starfsemi í Sólheimum – Halla krýnd kærleiksorðu

Forsetahjónin fögnuðu 95 ára starfsemi í Sólheimum – Halla krýnd kærleiksorðu
Fókus
Í gær

Fagnaði 4. júlí með sjaldséðum bikinímyndum

Fagnaði 4. júlí með sjaldséðum bikinímyndum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrósað fyrir að normalisera blæðingarnar

Hrósað fyrir að normalisera blæðingarnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Árni og Guðrún: „Við byrjuðum svolítið á þessu því okkur langaði að fara í threesome“

Árni og Guðrún: „Við byrjuðum svolítið á þessu því okkur langaði að fara í threesome“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðalsteinn og Elísabet selja og stækka við sig

Aðalsteinn og Elísabet selja og stækka við sig
Fókus
Fyrir 5 dögum

Reynir setur Bjarmaland aftur á sölu

Reynir setur Bjarmaland aftur á sölu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katrín segist ekki geta starfað eðlilega eftir krabbameinsmeðferðina – „Mjög erfitt“

Katrín segist ekki geta starfað eðlilega eftir krabbameinsmeðferðina – „Mjög erfitt“