fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Flugslysum fjölgaði talsvert árið 2018

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 22. febrúar 2019 18:00

SONY DSC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er hægt að segja að árið 2018 hafi verið sérstaklega gæfuríkt fyrir fluggeirann því flugslysum og dauðaslysum fjölgaði nokkuð frá árinu 2017.

Samkvæmt tölum sem Alþjóðasamband flugfélaga (IATA) birti á dögunum urðu 62 flugslys á síðasta ári. Um er að ræða atvinnugreinasamtök um 230 flugfélaga um allan heim. Til samanburðar urðu 46 flugslys árið 2017. Þegar litið var til slysa þar sem dauðsföll urðu fjölgaði þeim úr sex árið 2017 í ellefu árið 2018.

Samtals létust 523 einstaklingar í þessum flugslysum árið 2018, 19 fleiri en árið 2017. Alvarlegasta flugslysið varð í lok október í fyrra þegar 189 manns létust þegar Boeing 737-þota Lion Air brotlenti skömmu eftir flugtak í Jakarta í Indónesíu.

Þó að slysum hafi fjölgað á liðnu ári eru flugferðir áfram einn allra öruggasti ferðamátinn. Að meðaltali gæti hver farþegi í farþegaflugi vænst þess að fljúga samfellt í 241 ár áður en flugslys verður.

Alexandre de Juniac, stjórnarformaður IATA, segir að árið 2017 hafi verið sérstakt hvað flugöryggi varðar. Þess vegna líti tölurnar fyrir árið 2018 verr út. „Á síðasta ári ferðuðust 4,3 milljarðar farþega með öruggum hætti í 46,1 milljón flugferða. Síðasta ár var ekki jafn gott og árið 2017. En flug er öruggur samgöngumáti og gögnin segja okkur að flugferðir verða öruggari með árunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu