fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
FókusKynning

Framúrskarandi húðvörur frá Schrammek fyrir viðkvæma húð og gegn rósroða

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 18. janúar 2017 08:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sensitive-línan frá Schrammek inniheldur húðvörur sem ætlaðar eru fyrir viðkvæma húð og vinna gegn rósroða. Húð getur verið þurr, rauð, ert og með þurrkublettum auk ofnæmisviðbragða. Vörur í Sensitive-línunni róa niður viðkvæma og erta húð auk þess að vernda hana gegn utanaðkomandi áreiti; enn fremur daga vörurnar draga úr roða og næra viðkvæma húð.

Allar vörurnar í Sensitive-línunni innihalda hvorki ilm né jarðolíur og eru því mjög góðar fyrir viðkvæma húð; línan eykur vellíðan í húðinni.

Auk varanna í Sensitive-línunni býður Schrammek upp á Blemish Balm sem er hannað með það að markmiði að róa niður roða og ertingu í húð. Blemish Balm hentar einnig afar vel fyrir viðkvæma húð eða gegn rósroða.

Hvað er rósroði og hvað er til ráða

Rósroði er kvilli eða sjúkdómur í húð sem hefur ólíkar birtingarmyndir. Hann hefur tilhneigingu til að birtast á kinnum, höku, nefi og í sumum tilfellum á enni. Einkenni rósroða eru roðaköst og þeim getur fylgt bruni er pirringur/erting, háræðar verða sýnilegri og í sumum tilfellum myndast bólur og/eða fílapenslar.

Orsakir rósroða eru óþekktar en þeir þættir sem leiða til útvíkkunar æða geta gert illt verra, t.d. andlegt og líkamlegt álag, óhagstæð veðrátta, röng húðkrem og mataræði; kryddaður matur, áfengi og kaffi.

Varast skal andlitskrem sem svíður undan eða valda roða. Það geta t.d. verið krem sem innihalda: alkóhól, menthol, piparmintu og ólívuolíu, svo eitthvað sé nefnt. Þá skal forðast að nota púður.

Margir íslendingar eru með viðkvæma húð og hafa allmargir verið greindir með rósroða. Til að fá greiningu á rósroða skal leita til húðsjúkdómalæknis.

Dr.Med. Christina Schrammek hefur þróað vörur fyrir rósroða og viðkvæma húð. Í þeirri línu eru einnig meðferðir hjá faglærðum snyrtifræðingum sem hafa notið mikilla vinsælda hjá þeim sem eru með rósroða eða viðkvæma húð. Í línunni eru krem, maski, ampúla, andlitshreinsir og serum, sem viðskiptavinum gefst kostur á að kaupa, en mælt er með áður en verslað er úr línunni að fá prufur og leiðsögn hjá snyrtifræðingum.

Meðferðaraðilar og sölustaðir fyrir vörur frá Schrammek eru eftirtaldir:
Snyrtistofan Verði þinn vilji, Borgartúni 3
Deluxe snyrti og dekurstofa, Glæsibæ
Pandóra snyrti og fótaaðgerðarstofa, Þangbakka
Heilsa og útlit snyrtistofa, Hlíðarsmára
Túlip snyrti og fótaaðgerðarstofa, Hæðasmára
Sjá ennfremur á https://www.schrammekshop.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum