fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Vigdís um lúxus-landkynninguna: „Væri fyndið – ef þetta væri ekki svona sorglegt“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 18. febrúar 2019 10:32

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamaðurinn Ragnhildur Sigurðardóttir fjallar um húsnæðiskrísu miðbæjarins í fréttmiðlinum Bloomberg í gær. Fjallar hún um þær hundruð lúxus-íbúða sem standa tómar og eru illseljanlegar, meðan skortur sé á ódýrum minni íbúðum, hvar þörfin er mest. Segir hún skorta um 8000 íbúðir til að mæta vandanum sem kyndi undir óánægju og eitri yfirstandandi kjaraviðræður.

Hún nefnir að aðeins 23 af 38 íbúðum T13 ehf. við Tryggvagötu 13, sem að hluta voru fjármagnaðar af Landsbankanum, hafi selst á einu ári, en þær voru teiknaðar af Hildigunni Haraldsdóttur arkitekt og eiganda T13 ehf. sem sjálf býr í einni íbúðanna.

Hildigunnur segir að búið sé að lækka verðið á íbúðunum í botn og sé það komið undir byggingarkostnað.

Í greininni er nefnt að hægjast sé á hagkerfinu og að efnahagsspár geri ráð fyrir minni hagvexti en undanfarin ár, eða þess lægsta síðan 2012, alls 1,8 prósent. Þá sé einnig gert ráð fyrir færri ferðamönnum hingað til lands.

Þá segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, að fólk á borð við Hildigunni arkitekt megi vel vera áhyggjufullt:

„Verktakarnir hafa þjónustað lúxusmarkað sem virðist núna mettur. Það kæmi mér ekki á óvart ef verðið á lúxusíbúðum lækkaði enn frekar.“

„Frábær“ landkynning

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er kaldhæðin í garð borgaryfirvalda vegna fréttar Bloomberg og segir að þéttingarstefna borgarstjóra, sem hún nefnir þrengingarstefnu, hafi beðið skipbrot:

„Ég tel rétt að óska borgarstjóranum í Reykjavík og meirihlutanum hans innilega til hamingju með þessa frétt og landkynningu. Þéttingarstefnan hans – eða þrengingarstefnan – hefur beðið algjört skipbrot og á meðan venjulegt fólk fær ekki heimili eru byggðar lúxusíbúðir sem enginn hefur efni á að kaupa. Þetta væri fyndið – ef þetta væri ekki svona sorglegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“