fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Brjálæðingurinn sem vildi meiða allt og alla: ,,Hann horfði á mig og sagðist ætla að drepa hann“

433
Laugardaginn 25. maí 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir sem muna eftir danska miðjumanninum Thomas Gravesen sem var ansi umdeildur karakter.

Gravesen er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Everton en hann lék með félaginu frá 2000 til 2005.

Hann fékk svo ansi sérstakt tækifæri er Real Madrid ákvað að semja við danska landsliðsmanninn árið 2005.

Þar stoppaði Gravesen í aðeins eitt ár áður en hann endaði ferilinn hjá Celtic í Skotlandi.

Gravesen var þekktastur fyrir það að vera mjög skapstór og í raun algjör brjálæðingur á velli og á æfingasvæðinu.

Julio Baptista lék með Gravesen hjá Real en sá fyrrnefndi ákvað á dögunum að leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril.

Það er áhugavert að rifja upp það sem Baptista hafði að segja um Gravesen sem lenti í rifrildi við undrabarnið Robinho á sínum tíma.

,,Þetta var fyndið. Ímyndið ykkur Gravesen sem var nokkuð klikkaður, hlaupandi að Robinho og gaf um leið frá sér reiðishljóð,“ sagði Baptista.

,,Hann sparkaði í hann og sparkaði svo aftur í hann. Robinho stoppaði, horfði á hann og ýtti í bringuna á honum. Svo varð allt vitlaust, Gravesen vildi drepa hann.“

,,Við náðum að skilja þá að en Robinho hélt aftur til búningsklefa. Gravesen horfði á mig og sagði: ‘Ég ætla að drepa hann.’

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Útskýringar Fernandes eftir gærdaginn vekja furðu margra

Útskýringar Fernandes eftir gærdaginn vekja furðu margra
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“
433Sport
Í gær

Útilokar ekki að heyra í Klopp á næstunni

Útilokar ekki að heyra í Klopp á næstunni
433Sport
Í gær

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu