fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
433Sport

Brjálæðingurinn sem vildi meiða allt og alla: ,,Hann horfði á mig og sagðist ætla að drepa hann“

433
Laugardaginn 25. maí 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir sem muna eftir danska miðjumanninum Thomas Gravesen sem var ansi umdeildur karakter.

Gravesen er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Everton en hann lék með félaginu frá 2000 til 2005.

Hann fékk svo ansi sérstakt tækifæri er Real Madrid ákvað að semja við danska landsliðsmanninn árið 2005.

Þar stoppaði Gravesen í aðeins eitt ár áður en hann endaði ferilinn hjá Celtic í Skotlandi.

Gravesen var þekktastur fyrir það að vera mjög skapstór og í raun algjör brjálæðingur á velli og á æfingasvæðinu.

Julio Baptista lék með Gravesen hjá Real en sá fyrrnefndi ákvað á dögunum að leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril.

Það er áhugavert að rifja upp það sem Baptista hafði að segja um Gravesen sem lenti í rifrildi við undrabarnið Robinho á sínum tíma.

,,Þetta var fyndið. Ímyndið ykkur Gravesen sem var nokkuð klikkaður, hlaupandi að Robinho og gaf um leið frá sér reiðishljóð,“ sagði Baptista.

,,Hann sparkaði í hann og sparkaði svo aftur í hann. Robinho stoppaði, horfði á hann og ýtti í bringuna á honum. Svo varð allt vitlaust, Gravesen vildi drepa hann.“

,,Við náðum að skilja þá að en Robinho hélt aftur til búningsklefa. Gravesen horfði á mig og sagði: ‘Ég ætla að drepa hann.’

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Út af þessu hafi hrun Liverpool ekki komið á óvart

Út af þessu hafi hrun Liverpool ekki komið á óvart
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Peysan umtalaða er til sölu á um 120 þúsund krónur – Vakti mikla athygli í þáttunum

Peysan umtalaða er til sölu á um 120 þúsund krónur – Vakti mikla athygli í þáttunum
433Sport
Í gær

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild
433Sport
Í gær

Ratcliffe sendi starfsfólki United tölvupóst – Segir stöðuna vera til skammar

Ratcliffe sendi starfsfólki United tölvupóst – Segir stöðuna vera til skammar
433Sport
Í gær

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær
433Sport
Í gær

Fyrirliði Real Madrid yfirgefur félagið – Vill aðeins semja í einu landi

Fyrirliði Real Madrid yfirgefur félagið – Vill aðeins semja í einu landi