fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fókus

Einar Bárðar ósáttur: Ekki allir keppendur vanir því að vera kallaðir „viðbjóður“ og „ógeð“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 17. febrúar 2019 08:54

Einar Bárðarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Bárðarson og Biggi lögga tjá sig báðir um neikvæða umræðu fólks á samfélagsmiðlum um þátttakendur í Eurovision. Einar er sjóaður í tónlistarbransanum og átti lag um árið sem keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision. Einar minnir á að ekki séu allir keppendur reynslumiklir og þeir þoli misvel dómhörku netverja. Hann skrifar á Facebook-síðu sína:

Eftir að hafa skannað samfélagsmiðlana í gærkvöldi og í morgun er eitt sem er mér ofar í huga en frammistaða þátttakenda í söngvakeppninni. Það er ónærgætni þeirra sem hafa á þeim skoðanir. Það eru ekki allir flytjendur og höfundar þarna þaulvanir því að lesa um sig hluti eins og “viðbjóður” og “ógeð”. Fullorðið fólk á að geta tamið sér annað mildara orðalag. Ást og friður

Biggi vill ekki taka þátt í níðinu á Twitter

Biggi lögga horfir líka á undankeppnina af áhuga en segist ekki vilja taka þátt í þeim leik á Twitter að gera lítið úr þátttakendum en það finnst honum vera þreytt íþrótt. Biggi viðurkennir samt að ekki sé frammistaða allra upp á marga fiska. Hann skrifar á Facebook:

Það var nokkuð borðleggjandi að Friðrik Ómar færi áfram í kvöld. Líka að Kristina færi áfram með fimmta lagið. Fyrir vikið verður loka keppnin bara ljómandi skemmtun þrátt fyrir allt. Undankeppnin átti vissulega sínar djúpu lægðir en ég vil samt bara ekki taka þátt í twitterska íslansmeistaramótinu í því hver er bestur í að gera lítið úr öðrum á sem hnyttnastan hátt. Finnst það orðið frekar þreytt þjóðaríþrótt. Lægðirnar og klisjurnar eru eitt af því sem gera eurovision að þeirri skemmtun sem hún er. Núna verður sennilega smá umræða um það hvort Friðrik hafi fengið lagið sitt lánað hjá Rihönu. Það hlýtur að vera óhjákvæmilegt. Síðan mun hatrið að öllum líkindum sigra og allt keyrir um koll. Það er ekki annað hægt en að elska Eurovision. Af öllu lunga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu