fbpx
Laugardagur 13.desember 2025

Aron Leví greindist snemma með ADHD: „Ég var ekki vandræðaunglingur, en heldur ekki fyrirmyndardrengur“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 17. febrúar 2019 21:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar varaborgarfulltrúinn Aron Leví Beck var átján ára breyttist heimsmynd hans. Hann fór í faðernispróf og komst að því að maðurinn sem hann taldi vera föður sinn var það ekki. Á einu bretti eignaðist hann nýjan föður og sex hálfsystkini sem hann kynntist í jarðarför ömmu sinnar sem hann aldrei þekkti. DV ræddi við Aron um æskuna með ADHD, hið flókna fjölskyldumynstur, ástina og pólitíkina.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

ADHD-krakki

Aron hefur alla tíð búið í Reykjavík en var alltaf með annan fótinn á Reyðarfirði þar sem hann á ömmu og afa. Fram að unglingsaldri bjó hann í Grafarvoginum og mjög snemma var hann greindur með ADHD. Móðir hans var leikskólakennari og sá snemma einkennin. Í áttunda eða níunda bekk flutti hann í Langholtið.

„Það var mjög gott fyrir mig sem krakki með ADHD að skipta um umhverfi því ég var fastur í ákveðnum ramma. Ég var ekki óþekkur en ákaflega ör og átti mjög erfitt með að halda athyglinni. Ef ég hafði ekki áhuga á einhverju fór ég að trufla aðra. Eftir að ég kom í unglingadeildina gekk mér vel í skóla og móðir mín á stóran þátt í því. Við gerðum samning um að ef ég næði þremur áttum í prófunum fengi ég bragðaref,“ segir Aron og brosir. „Það tókst alltaf.“

Á æskuárunum var Aron iðinn í íþróttum, æfði íshokkí og var markvörður í landsliðinu. Hann segir að það hafi einnig hjálpað honum. Hann fékk bæði útrás við að vera hluti af heild en einnig að vera mikið einsamall á svellinu.

„Ég fékk að vera einn míns liðs en í liði. Ég þurfti ekki að vera að gefa á aðra og átti erfiðara með að skilja leikkerfi þegar ég var lítill. Hausinn var úti um allt. Markverðir eru svolítið heilagir, það er eiginlega bannað að skamma þá en þeir geta orðið hetjur á vissum stundum.“

Hvernig voru unglingsárin?

„Ég var ekki vandræðaunglingur, en heldur ekki fyrirmyndardrengur. Ég var uppátækjasamur og það kom einu sinni fyrir að ég og félagar mínir vorum teknir á bíl áður en við höfðum aldur til. Löggan sá að ég var að keyra grunsamlega hægt. Eftir þetta var haldinn fjölskyldufundur.“

Aron fékk einnig snemma áhuga á tónlist. Hann spilaði á gítar, bassa og harmoniku. Seinna gekk hann til liðs við karlakórinn Fóstbræður.

Hvað langaði þig til að verða?

„Þegar ég var lítill vildi ég verða sjóræningi og var alltaf klæddur sem slíkur á öskudaginn. Þegar ég áttaði mig á því að það væri kannski ekki besti starfsvettvangurinn fór ég að fá áhuga á húsum og byggingariðnaðinum. Strax í unglingadeild byrjaði ég að handlanga í múrverki með pabba mínum. Síðan lærði ég húsamálun og eftir það byggingafræði í Háskólanum í Reykjavík.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
EyjanFastir pennar
Fyrir 9 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Salah snýr aftur