fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Ofurfyrirsætan Tyra Banks færir út kvíarnar

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofurfyrirsætan, spjallþáttastýran, leikkonan, rithöfundurinn og gleðigjafinn Tyra Banka opnar í lok árs skemmtigarð með fyrirsætuþema í Santa Monica Place verslunarmiðstöðinni í Los Angeles.

Með opnun hans hyggst Banks færa „fyrirsætustörf til fjöldans.“

https://www.instagram.com/p/BtgK9kSH82x/?utm_source=ig_embed

„Ég skapaði Top Model til að víkka skilgreininguna á fegurð, byggt á minni eigin sársaukafullu reynslu á höfnun, að ég gat ekki gert eitthvað af því að ég var með línur eða af því ég er svört. Samkennd mín með konum almennt jókst með þessari reynslu.“

„Með opnun Modelland, tek ég tíu skref fram á við og gef fólki tækifæri til að taka þátt í tískuheiminum með því að opna hann fyrir alla. Konur, karlar, fjölskyldur, allir eru velkomnir í tískuheiminn í dagstund, til að eiga skemmtilega verslunarreynslu og viðburðaríka máltíð. Þetta verður fyrsti af mörgum.“

Skemmtigarðurinn er með nokkur þemu og byggir á fantasíum og gagnvirkri reynslu, sem dæmi má nefni að gestir gera klæðst sérhönnuðum fatnaði frá búningahönnuðum og stílistum í Hollywood. Varningur Modelland verður til sölu ásamt varningi frá öðrum, en engin vörumerki hafa verið nefnd til sögunnar enn þá.

https://www.instagram.com/p/BsOG4YnnQVp/?utm_source=ig_embed

„Ég er undir áhrifum frá Disneyland, sem ég heimsótti oft sem barn. Það er sagt í Modelland, sem ég hef verið að vinna an í ár. Allir geta komið og liðið eins og fyrirsætu.“

Banks kom fyrst í sviðsljósið þegar hún undirritaði samning við Elite Models í Milanó á Ítalíu aðeins 16 ára gömul. Hún komst á spjöld sögunnar sem fyrsta þeldökka fyrirsætan til að sitja fyrir á forsíðu sundfatatímaritsins Sports Illustrated Swimsuit árið 1997 og varð einn af Victoria’s Secret Angel og bar fantasíubrjóstahaldara þeirra tvisvar, árin 1997 og 2004.

https://www.instagram.com/p/BsmHjnYntMi/?utm_source=ig_embed

Þar sem Banks hefur gengið tískupallanna í fjölda ára er líklegt að gestir Modelland geti bæði gert hið sama, auk þess að horfa á tískusýningar. Banks segir þó að það sé ekki í forgangi. „Garðurinn mun opna dyrnar upp á gátt og endurskapa hvað bransinn snýst um.“

Formlegur opnunardagur er ekki kominn, en Banks staðfestir að garðurinn mun opna á árinu 2019, auk þess sem hún vill opna fleiri slíka á heimsvísu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Í gær

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“