fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Forstöðumaður Minjastofnunar hótaði að loka fyrir hótelinnganginn með styttunni af Skúla fógeta

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. febrúar 2019 15:20

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur styr hefur staðið um Landssímareitinn og fyrirhugaðar framkvæmdir þar á vegum Lindarvatns ehf., sem hyggst reisa þar hótel í nafni Icelandair, en undir merkjum Curio by Hilton. Minjastofnun greip til þess ráðs að skyndifriðlýsa þann hluta reitsins sem Víkurkirkjugarður stóð, í janúar.

Minjastofnun var ósátt við að einn af þremur inngöngum inn á hótelið skyldi snúa að Víkurkirkjugarðinum, (nú Fógetagarðinum) sem stóð þar þangað til ársins 1838, en inngangurinn vísar í áttina að Aðalstræti.

Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að forstöðumaður Minjastofnunar, Kristín Huld Sigurðardóttir, hefði á fundi um málið í fyrra, hótað því að beita sér með all- sérstæðum hætti, yrði kröfum Minjastofnunar ekki fylgt eftir:

„Þá sagði forstöðumaður Minjastofnunar og lét hafa það eftir sér og það kemur fram í fundargerð, að ef við myndum ekki færa þennan inngang, myndi hún sjá til þess að stofnunin myndi láta færa styttuna af Skúla fógeta fyrir innganginn. Þetta er forstöðumaður ríkisstofnunar að láta hafa eftir sér, hún hefur reyndar ekki látið viljað tjá sig um þetta við fjölmiðla ennþá, en þetta er allt mjög athyglisvert, svo ekki sé meira sagt,“

sagði Jóhannes í morgun.

Vonandi um grín að ræða

Eyjan innti Kristínu eftir þessum ummælum í dag, en hún vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu.

Eyjan hefur undir höndum fundargerðina frá 30. október 2018 þar sem Kristín lét eftirfarandi ummæli falla:

BÓ er lögmaðurinn Bjarnfreður Ólafsson, einn eiganda lögfræðistofunnar Logos, sem vann að málinu fyrir Minjastofnun. KHS er Kristín Huld og JS er Jóhannes Stefánsson.

Milljarðar gætu fallið á ríkið

Jóhannes sagði einnig að ef til þess kæmi að hætt yrði við framkvæmdirnar, væri ríkið skaðabótaskylt samkvæmt lögum, en talið er að kostnaður framkvæmdanna sé um tveir milljarðar, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Byggingarreiturinn sjálfur er í eigu Lindarvatns ehf., sem er í eigu Dalsness ehf. og Icelandair Group hf.

Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, þarf að taka ákvörðun um friðlýsingu Minjastofnunar fyrir 18. febrúar, en borgarlögmaður hefur gert fjölda athugasemda við friðlýsinguna.

Sjá nánar: Minjastofnun gagnrýnd af borgarlögmanni vegna skyndifriðunar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“