fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Jón skýtur fast á ríkisstjórnina: „Neytendasamtökin ættu að krefjast fundar þegar í stað“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. febrúar 2019 16:00

Jón Magnússon lögmaður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvað veldur því að matarkarfan á Íslandi er langdýrust miðað við hin Norðurlöndin. Meira að segja 40% dýrari en í Noregi þar sem kaupgjald er þó hærra.“

Þetta segir Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi þingmaður í færslu á Facebook-síðu sinni. Tilefnið er verðkönnun ASÍ sem sýndi að matvöruverð á Íslandi er miklu hærra en á hinum Norðurlöndunum. Er vörukarfan 67 prósentum dýrari í Reykjavík en í Helsinki í Finnlandi þar sem hún var ódýrust.

Jón var þingmaður árin 2007 til 2009 þar sem hann sat fyrir Frjálslynda flokkinn og Sjálfstæðisflokkinn.

Jón segir að það sé meira hagsmunamál fyrir íslensku þjóðina að berjst gegn okrinu. Það sé mun mikilvægara en litlar launahækkanir í komandi kjarasamningum.

„Meðan íslenska ríkisstjórnin gerir ekkert í málinu þá er hún að svíkja borgara síns eigin þjóðfélags. Berjumst gegn okrinu og dýrtíðinni. Það er miklu mikilvægara en nokkurra krónu hækkun í launaumslagið.“

„Neytendasamtökin ættu að krefjast fundar þegar í stað með ríkisstjórninni og segja nú er komið nóg. Íslenskri neytendur eiga rétt á að njóta svipaðs verðlags og lánakjara og fólk á hinum Norðurlöndunum. Allt annað er óásættanlegt og sé ríkisstjórnin ekki tilbúin til að vinna í málinu þá er hún líka óásættanleg.“

Sjá einnig: 

Vilhjálmur: Sjáðu hvað íslenska fjölskyldan borgar mikið meira en fjölskyldan á Norðurlöndum

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd