fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Eyjan

Enginn Pálmavogur í götuheitum Vogabyggðar

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 4. febrúar 2019 16:45

Séð yfir svæðið þar sem Vogabyggð mun rísa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið nýja hverfi Vogabyggð hefur mikið verið í fréttum undanfarið vegna listaverks sem þar á að rísa, en það samanstendur af tveimur pálmatrjám í upphituðum glerhylkjum og kostnaðurinn um 140 milljónir króna.

Hin nýja byggð er reist á gömlum grunni, nánar tiltekið í Voga-hverfinu, en götuheitin Skútuvogur, Dugguvogur og Súðarvogur eru löngu orðin gamalgróin götuheiti í hugum margra.

Alltaf er fróðlegt að heyra ný gatnanöfn og í Vogabyggð munu vegfarendur geta keyrt um Skektuvog, Trilluvog, Arkarvog, Bátavog, Kugguvog og Drómundarvog. Þá munu torgin þar um fá nöfnin  Skutulstorg, Vörputorg, Sökkutorg og Öngulstorg.

Engin skírskotun verður í pálmatrén, enda óvíst hvort þau rísi úr þessu.

Nafngiftin tengist auðheyranlega skipum líkt og eldri gatnaheitin, en hvort íbúar þar munu finna fyrir sjóriðu eða sjóveiki skal ósagt látið.

Þess má geta að Drómundur þýðir stórt herskip, en einnig má finna skírskotun í Drómundar og Önguls-nafnið úr Íslendingasögunum. Hálfbróðir Grettis Ásmundssonar var Þorsteinn drómundur, sem hefndi bróður síns og vó banamann hans, Þorbjörn Öngul í Miklagarði.

Hugmyndir arkitekta að nýrri Vogabyggð

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“