fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fókus

Fokk – ég er með krabbamein!

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 1. febrúar 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, hefur endurútgefið bókina LífsKraftur í algjörlega nýrri mynd. Allir sem greinast með krabbamein á aldrinum 18-45 ára og fjölmargir fleiri fá bókina afhenta sér að kostnaðarlausu en hún liggur einnig frammi á öllum spítölum landsins.

„Bókin kom fyrst út árið 2003 og þetta er fimmta útgáfan af LífsKrafti. Við tókum mið af gömlu bókinni en ákváðum að endurskrifa hana með það í huga  að hún höfðaði betur til ungs fólks. Hún er eftir sem áður handbók um flest sem viðkemur krabbameini og þær hugleiðingar sem fólk hefur um krabbamein,” segir Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts. „Undirtitill bókarinnar er einmitt Fokk ég er með krabbamein sem er jú oftast það fyrsta sem kemur upp í kollinn á fólki þegar það greinist með krabbamein.“

LífsKraftur inniheldur hagnýtar upplýsingar fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein, aðstandendur þeirra og vini. Tilgangur þessarar útgáfu er að safna saman á einn stað upplýsingum, fræðsluefni og bjargráðum sem koma að gagni fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur.

Kraftur fagnar á þessu ári 20 ára afmæli sínu og því var brugðið á það ráð að gefa LífsKraft út í nýrri og nútímalegri mynd. Velferðarráðuneytið styrkti Kraft við útgáfu bókarinnar en fjölmargir aðrir lögðu félaginu lið með skrifum og ráðgjöf og færir Kraftur þeim öllum sínar bestu þakkir.

Útgáfu bókarinnar verður fagnað mánudaginn 4. febrúar kl. 17:00 í Kaffi Flóru í Grasagarðinum í Laugardal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Í gær

Sonur síðasta vitavarðarins í Hornbjargsvita var myrtur í El Salvador

Sonur síðasta vitavarðarins í Hornbjargsvita var myrtur í El Salvador
Fókus
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar ástæðuna fyrir því að vináttunni lauk: „Ég hef nú þegar sagt of mikið“

Afhjúpar ástæðuna fyrir því að vináttunni lauk: „Ég hef nú þegar sagt of mikið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Victoria Beckham virtist skjóta á tengdadótturina: „Algjör fáviti“

Victoria Beckham virtist skjóta á tengdadótturina: „Algjör fáviti“