fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Eyjan

Ólöf segir 140 milljóna pálmatrén ekki dýr: „Þessum verkum er ætlað að virkja svæðið“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 15:05

Samsett mynd/Skjáskot af RÚV/Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri  Listasafns Reykjavíkur, segir verkið Pálmatré ekki vera dýrt og það sé einföldun að tala um 140 milljónir fyrir tvö pálmatré. Listasafn Reykjavíkur stóð fyrir samkeppninni um listaverkið, Ólöf segir í samtali við Vísi að verðið sé raunhæft miðað við listaverk í almenningsrými.

Þegar tölurnar eru sundurliðaðar kemur í ljós að pálmatrén sjálf kosta um 1,5 milljón. Þróun arkitekta kosta um 21,5 milljón, 1,2 milljónir í grunn, 9 milljónir í tæknibúnað og 85 milljónir í glerhjúpinn.

Ekki eru allir par sáttir við áformin um að eyða 140 milljónum í verkið, hafa margir gagnrýnt borgina harðlega. Það skal þó tekið fram að borgin hyggst greiða fyrir verkið með innviðagjöldum frá lóðahöfum.

Sjá einnig: Reykjavíkurborg ætlar að greiða 140 milljónir fyrir tvö pálmatré – „Er borgarmeirihlutinn að tapa sér?“

Garðyrkjumaður í samtali við Eyjuna fyrr í dag að verið væri að „kvelja“ trén með því að taka þau úr sínu náttúrulega hitabeltisumhverfi og planta þeim á Íslandi.

Sjá einnig: Hafsteinn garðyrkjumaður segir pálmatré í Vogahverfi vera plöntuníð: „Rándýr aðferð til að kvelja plöntur“

Ólöf segir í samtali við Vísi að verkið sé ekki dýrt: „„Nei ég held að þetta sé ekki dýrt verk. Hins vegar held ég að við séum að fá mikið fyrir þessa fjárfestingu. Þetta er bara raunhæft verð og raunhæfur útreikningur á því hvað listaverk í almenningsrými kostar. Ég held að gildi útilistaverka sé ótvírætt.“ Bætir hún við að lýsingin í verkunum sé svipuð og í dagsbirtuljósum, þau geti því haft jákvæð og heillandi áhrif á umhverfið.

„Það er heilbrigt að tala um hlutina en sú gagnrýni að verið sé að borga 140 milljónir fyrir tvö pálmatré er fullmikil einföldun. Það má líkja því við að kaupa sér bíl uppá milljón og einungis sé verið að greiða fyrir fjögur dekk. Þetta er miklu flóknara fyrirbæri en tvö pálmatré.  Þessum verkum er ætlað að virkja svæðið og vera jákvætt innlegg í umhverfið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“