fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Gunnar Bragi fór í „blakkát“ á Klaustri – Þekkti ekki sjálfan sig og týndi fötunum

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 18:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður og varaformaður Miðflokksins, segist ekki kannast við manninn sem lét þau orð falla sem hann gerði á Klaustur bar hið örlagaríka kvöld, 20. nóvember. Gunnar var staddur í viðtali við Lindu Blöndal í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut.

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, var einnig í þættinum, þar sem þeir ræddu endurkomu sína á þing og Klaustursmálið.

„Það sem situr einna verst í mér eftir þetta kvöld er í fyrsta lagi það að muna ekki neitt frá þeim tíma þegar ég kem inn á barinn og þar til einum og hálfum sólarhring síðar,“ segir Gunnar Bragi. „Ég ekki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upptökurnar. Ég týndi fötunum mínum þessa nótt. Það er algjört „blakkát,“ algjört minnisleysi.“

Þá segir Gunnar að reiðin í röddinni hjá sér í upptökunum sé honum mikið áhyggjuefni og hefur hann því leitað sér aðstoðar. „Ég hef talað við vini og ættingja og það eru allir sammála um að þessi sem þarna talaði er einhver annar maður en sá sem við þekkjum venjulega. Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður,“ segir Gunnar og kveðst hafa ekki bragðað á áfengi síðan 20. nóvember.

Bergþór tekur í sama streng og segir að hann hafi farið í viðtöl við áfengisráðgjafa í kjölfar kvöldsins á Klaustri. Segir hann að niðurstaða þess hafi leitt til að hann hafi farið í ótímabundið áfengisleyfi, en hann hyggst ekki fara í meðferð að svo stöddu. „Á meðan 600 manns eru á biðlista til að komast að í meðferð hjá SÁÁ, þá ætla ég ekki að fara í meðferð bara til þess að haka við einhver box,“ segir Bergþór.

„Það liggur fyrir að ég er í þessu bindindi og ef ég á í vandræðum með það, þá auðvitað verð ég að munstra mig beint í meðferð. Ég hef ekki verið í vandræðum með bindindið hingað til og sé ekki fram á að verði breyting þar á.“

Sjá má stiklu úr lengra viðtali þáttarins að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur