fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Helga Vala um fundinn: „Ég missi ekki svefn yfir því hvernig þeir kjósa að velja orð sín“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 17:00

Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, stýrði í dag fundi vegna Klausturs-málsins umtalaða. Á fundinum var áberandi að þingmenn Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og  Gunnar Bragi Sveinssvon, voru fjarverandi þrátt fyrir vera báðir á Klaustursupptökunum sem urðu tilefni fundarins.

Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi sendur báðir frá sér yfirlýsingu sem þeir báðu Helgu Völu um að lesa upphátt fyrir fundinn. Í yfirlýsingum sínum kom fram að báðir telji þeir fundinn vera pólitíkst útspil sem miði að því að koma á þá höggi. Sigmundur Davíð gekk öllu lengra þegar hann gaf til kynna að upptakan sjálf hefði verið tekin með skipulögðum hætti gagngert til að koma á hann höggi.

Helga Vala sagði í samtali við blaðamann að það væri af og frá að tilgangur fundarins væri pólitískur.

„Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur mjög ríka eftirlitsskyldu og það er ekkert lögbrot falið í því að skipa sendiherra einhvern veginn, skipa pólitíkus fyrrverandi, jafnvel vin sinn sem sendiherra. Það er ekki lögbrot. En það er lögbrot að lofa ráðherra, eða öðrum embættismanni, einhverri vegtyllu eða einhverju endurgjaldi gegn því að ráðherra athafni sig á einhvern hátt. Ég myndi halda að það væri pólitísk ákvörðun að halda ekki fund um slíkt til þess að reyna að rannsaka hvort að lögbrot hafi verið framið í stjórnartíð ráðherra.“

Helga Vala segir Sigmund Davíð og Gunnar Braga hafa tilkynnt um fyrirhugaða fjarveru sína í gær og að hátterni þeirra skapi varhugavert fordæmi til framtíðar.

„Það er fáheyrt að fólk mæti ekki fyrir fastanefndir þingsins þegar þess er óskað. Ég vona að almenningur, forstöðumenn ríkisstofnanna og ráðherrar fari ekki að taka þetta háttarleg til eftirbreytni. Ef svo verður þá erum við komin á mjög vondan stað.“

Miðflokksmenn einir halda því fram að upptökurnar frá Klaustri bar og fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar séu pólitíks útspil, segir Helga Vala. „Það hvarflar ekki að neinum öðrum að þetta sé eitthvað slíkt. Ég hef ekki heldur heyrt það frá fyrrum meðlimum Flokk Fólksins.“

Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð fóru fram á að Helga Vala sjálf læsi upp yfirlýsingarnar. Aðspurð um hvort það hefði vísvitandi gert til að skjóta einhverjum skotum á hana sagði hún að það gæti vel verið. Í yfirlýsingunni skjóta þingmenn Miðflokksins nokkuð föstum skotum á Helgu Völu sjálfa en um það segir hún :

„Ég missi ekki svefn yfir því hvernig þeir kjósa að velja orð sín.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi