fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Pressan

Dularfull andlát tveggja vina

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 19:00

Elysees Dream Beach Hotel

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kringum áramótin létust tveir danskir karlar, vinir, á dularfullan hátt á hóteli í Hurghada í Egyptalandi. Í þessum sama bæ lést breskt par á dularfullan hátt nokkrum mánuðum áður. Ekki hefur verið skorið úr um dánarorsök mannanna enn sem komið er en grunur beinist að eitrun, matareitrun eða bakteríum í loftkælingu hótelsins.

Verner Strunck, 65 ára, fannst látinn í rúmi sínu á hótelinu 31. desember og tveimur dögum síðar fannst vinur hans, Leif Kristensen, látinn í sínu rúmi á hótelinu. JydskeVestkysten skýrir frá þessu. Segir í umfjöllun blaðsins að vinum og ættingjum sé mjög brugðið vegna málsins þar sem mennirnir hafi báðir verið við góða heilsu og þar sem kringumstæður andlátanna séu mjög sérkennilegar.

Alex Strunck, sonur Verner, sagði í samtali við blaðið að málið sé allt mjög dularfullt. Hann segist telja að eitrað hafi verið fyrir vinunum og að ekki hafi dregið úr þeim grunsemdum hans þegar hann hafði kannað hótelið, sem vinirnir dvöldu á, betur. Það heitir Elysees Dream Beach Hotel en hét áður öðru nafni. Gestir hótelsins hafa gefið því hræðilegar umsagnir í gegnum tíðina að sögn Alex og vatnið þar og maturinn hafi verið sérstaklega nefndir til sögunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað