fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Gylfi Arnbjörnsson meðal umsækjenda um starf ráðuneytisstjóra

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 15. janúar 2019 13:53

Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Níu umsækjendur eru um embætti ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu. Umsóknarfrestur rann út í gær. Heilbrigðisráðherra mun skipa í stöðuna til fimm ára að undangengnu mati lögskipaðrar hæfnisnefndar á umsækjendum, samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu.

Meðal umsækjenda er Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ.

Umsækjendur um embættið eru eftirtaldir:

  • Ásta Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri
  • Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri
  • Guðrún Gísladóttir, skrifstofustjóri
  • Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur
  • Hanna Lára Steinsson, félagsráðgjafi
  • Ingunn Björnsdóttir, dósent
  • Kristlaug Helga Jónasdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri
  • Lárus Bjarnason, sýslumaður
  • Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri

Hæfnisnefnd sem metur hæfni umsækjenda er skipuð samkvæmt lögum nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands og starfar í samræmi við reglur nr. 393/2012 um ráðgefandi nefndir sem meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands. Niðurstaða nefndarinnar skal vera ráðgefandi fyrir heilbrigðisráðherra við skipun í embættið. Í nefndinni eiga sæti Guðríður Þorsteinsdóttir, hrl., formaður, Ásta Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Landspítala og Sigurður Skúli Bergsson, tollstjóri. Starfsmaður nefndarinnar er Sigríður Jakobínudóttir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður