fbpx
Föstudagur 03.maí 2024

Yngstur í jólabókaflóðinu

Þorgrímur Kári Snævarr gefur út skáldsöguna Sköglu – 23 ára áhugamaður um teiknimyndasögur og norræna goðafræði

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 24. desember 2016 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skögla er fyrsta skáldsaga Þorgríms Kára Snævars sem er 23 ára gamall og líklega yngsti höfundurinn sem gefur frá sér skáldsögu á Íslandi fyrir þessi jól.

„Ég byrjaði að vinna að Sköglu fyrir fimm árum, eftir að hafa klárað annað árið mitt í Menntaskólanum í Reykjavík. Þar lásum við handrit eins og Snorra-Eddu og Völuspá, og ég tók eftir því að í þessum fornsögum er fjöldinn allur af aukapersónum sem oft birtast aðeins einu sinni og eru síðan úr sögunni,“ segir Þorgrímur Kári og kveðst hafa viljað draga fram sögu þessara persóna. Skögla fjallar þannig um dverginn Nýráð, sem birtist í dvergatalinu í Gylfaginningu, og valkyrjuna Skögul, sem birtist í ýmsum handritum. „Báðar þessar persónur eru svo til óskrifuð blöð í goðafræðinni og því hafði ég nægt svigrúm til að glæða þær lífi án þess að neitt sem ég skrifaði stangaðist á við efnið.“

Bókina, sem Þorgrímur kallar ungmennabók en segir þó hugsaða fyrir alla aldurshópa, gefur hann út hjá Óðinsauga, litlu en eljusömu forlagi sem gefur út nokkurn fjölda bóka fyrir jólin. „Mér fannst nafnið á forlaginu lofa góðu fyrir bók eins og þessa, og auk þess sá ég að ein stefna þeirra var að gefa nýjum höfundum tækifæri,“ segir Þorgrímur, en hann segir það að fá bókina útgefna hafi einmitt verið eitt það erfiðasta í ferlinu. „Það getur verið erfitt fyrir nýjan höfund að sannfæra bókaforlög um að gefa manni tækifæri, og biðin eftir svari þegar handritið hefur verið sent getur verið óbærileg. En maður á aldrei að gefast upp.“

Bókina skrifaði Þorgrímur samhliða menntaskólanum og háskólanámi í teiknimyndasögugerð við St. Luc, myndlistarakademíuna í Brussel í Belgíu. „Ég hef nánast alltaf haft áhuga á því að teikna, það fer samhliða lönguninni til að segja sögur. Ég gæti vel hugsað mér að stefna að því að gefa út myndasögu næst. Við sjáum til dæmis á myndasögunum sem Froskur útgáfa er að gefa út og á sögum eins og Vargöld að það gæti vel verið að myndast markaður fyrir íslenskar myndasögur.“

Aðspurður segir Þorgrímur það hafa verið gaman að taka þátt í jólabókaflóðinu og umstanginu sem fylgir bókaútgáfu í fyrsta sinn. „Ég hef reynt að hafa allar klær úti til að auglýsa mig – ég hef farið í skóla til að lesa fyrir nemendur, hengt up plaköt, haldið uppi vefsíðu fyrir bókina, og svo framvegis. Ég gæti vel hugsað mér að gera þetta aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn