fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Ástrós og Ingibjörg fengu 1,5 milljónir

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 11. janúar 2019 18:01

Ástrós (t.v.) og Ingibjörg ásamt Guðna Th. Jóhannessyni og Sveini Aðalsteinssyni, formanni dómnefndar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hátíðarfundi Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands í Fjölbrautaskóla Suðurlands í gær var úthlutað tveimur styrkjum, samtals 1,5 milljónum króna til tveggja rannsóknarverkefna á Suðurlandi.

Í frétt á Sunnlenska.is kemur fram að styrkþegar ársins eru Ástrós Rún Sigurðardóttir og Ingbjörg Lilja Ómarsdóttir, báðar nemendur við Háskóla Íslands.

Ástrós Rún hyggst skoða hvort félagsleg þátttaka foreldra innflytjendabarna í Árborg hafi áhrif á nám barna þeirra og komast að því hvort og þá hvers vegna þessir nemendur lenda utangarðs í skólasamfélaginu eins og margar aðrar sambærilegar rannsóknir sýna. Um er að ræða rannsókn til meistaragráðu.

Rannsókn Ingibjargar Lilju er doktorsrannsókn sem beinir sjónum að seiglu samfélaga vegna náttúruhamfara. Kannað verður hvernig íbúar, starfsfólk og viðbragðsaðilar í sveitarfélögunum Rangárþingi eystra og Mýrdalshreppi, álitu sig í stakk búin til að takast á við eldgos áður en Eyjafjallajökulsgosið hófst árið 2010, hvaða áhrif gosið hafði og hvernig þessum samfélögum gekk að takast á við afleiðingar gossins.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti og styrkina á hátíðarfundinum í dag og styrkþegar ársins 2016, Aníta Þorgerður Tryggvadóttir og Ingibjörg Steinunn Sæmundsdóttir, kynntu áhugaverðar niðurstöður í verkefni sínu um fjölþætta heilsurækt í sveitarfélögum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður