fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Góð tíðindi fyrir rauðhært fólk: Þau bera af á þessum sviðum

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 7. janúar 2019 18:22

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rauðhært fólk getur þakkað geni sem heitir MC1R að á að minnsta kosti þremur sviðum stendur það fólki með annan háralit framar. MC1R ákvarðar hvort að melanín myndast í fólki en það lætur húðina vera brúna. Rauðhært fólk er með afbrigði af þessu geni og getur ekki myndað melanín. Hefur þessi frétt birst áður á Pressunni enn unnið er að því að koma eldra efni á vefinn.

Vísindamenn segja að rannsóknir hafi sýnt fram á að rauðhært fólk þoli til dæmis sterkan mat betur en aðrir. Einnig er erfiðara að deyfa rauðhært fólk og mörg lyf virka betur á rauðhærða en þá sem ekki eru rauðhærðir.

Á vef Illustreret Videnskab var greint frá því að MC1R tengist kjarnastarfsemi heilans ásamt undirflokkunum MC2R, MC3R og MC4R. Þetta tengist hugsanlega gáfnafari og hugsanlega er rauðhært fólk að jafnaði gáfaðra en aðrir. Í bresk/bandarískri rannsókn frá 2006 kom fram að það er fjórum sinnum líklegra að rauðhært fólk gegni forstjórastörfum en aðrir innan sama lýðfræðihópsins.

En öllum kostum fylgja gallar, eða þannig. TV2 segir að í niðurstöðum rannsóknar vísindamanna við Álaborgar háskóla frá 2012 hafi komið fram að rauðhært fólk þoli sumar tegundir sársauka verr en aðrir, er viðkvæmara fyrir kulda, er síður móttækilegt fyrir svæfingu, fær oftar tannpínu og er hræddara við tannlækna.

Jón Gnarr

Þá hafa margar rannsóknir sýnt að rauðhært fólk verður oftar veikt því það forðast oft sólarljósið og það getur valdið skorti á D-vítamíni sem veikir ónæmiskerfið. Einnig er talið hugsanlegt að rauðhærðir brjóti vítamín ekki niður á eins áhrifaríkan hátt og aðrir.

Rauðhært fólk finnur minna fyrir sviða sem veldur sársauka á húðinni en tilraunir voru gerðar á fólki með því að sprauta capsaicin, sem er virka efnið í chili, undir húðina. Að þessu leyti virðist rauðhært fólk þola slíkan sársauka betur en annan sársauka síður.

Ekki er algengt að fólk sé rauðhært og telja vísindamenn að ekki séu meira en tvö prósent mannkyns sem getur státað af rauðu hári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu