Ákall til samninganefndarinnar, segir skólastjórinn
Fimmti hver kennari sagði upp störfum í Hólabrekkuskóla í Breiðholti í dag. Ástæðan er óánægja með kjaramál. Hólmfríður G. Guðjónsdóttir skólastjóri segir í samtali við DV að samningar verði að nást í kjaradeilunni. Hún segir að ekki sé hægt að reka skólann með sama hætti áfram ef kennararnir tíu láti af störfum í febrúar.
Aðspurð segir hún að kennararnir sem sögðu upp hafi verið í yngri kantinum. Hún segir að í uppsögnunum felist ákall til samninganefndarinnar.
Kennarar í Hólabrekkuskóla eru um 50 talsins. Hólmfríður segist alltaf leyfa sér að vera bjartsýn á að samningar takist í tæka tíð.