fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur segir af sér vegna „langvarandi óánægju með skipulagsleysi við stjórn flokksins“

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 30. desember 2018 11:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Freyr Guðmundsson hefur sagt af sér sem formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur og er hættur öllum störfum fyrir flokkinn. Í bréfi sem hann sendi stjórn flokksins og birtir á Facebook segir hann ástæðuna vera langvarandi óánægju með skipulagsleysi innan flokksins og skort á lýðræðislegum ferlum sem hafi kristallast í eftirmálum Klaustursmálsins.

Fyrir þá sem ekki muna snerist Klaustursmálið um upptökur af fjórum þingmönnum flokksins, þar á meðal formanninum, að ræða um vilyrði fyrir sendiherrastöðum, menntamálaráðherra var sögð nota karlmenn og ýmsar stjórnmálakonur voru kallaðar „kuntur“ ásamt fleiru. Tveir þingmenn flokksins eru í leyfi vegna málsins.

Hér má lesa bréf Viðars Freys í heild sinni:

„Kæru félagar í Miðflokknum!

Ég hef ákveðið að segja mig frá störfum með Miðflokknum eftir mikið hugarstríð. Konfekt og laufabrauð hjálpuðu mér að komast að þessari niðurstöðu. Ástæður þessa eru langvarandi óánægja með skipulagsleysi við stjórn flokksins og málefnastarf. Sem hefur kristallast t.d. í eftirmálum við Klaustursmálið og hvernig tekið var á þeim. Það vantar skýrari ábyrgðarkeðjur og lýðræðislegri ferla í starfið til að hægt sé að taka á erfiðum málum sem kunna að koma upp og eins til að reka hefðbundið lýðræðislegt flokkastarf.

Ég hef tekið þátt í eða fylgst með hvernig ýmsir flokkar haga starfi sínu og því miður finnst mér vanta töluvert upp á að Miðflokkurinn sé á pari við suma aðra flokka þegar kemur að skipulagningu á málefnastarfi flokksins sem heild. Það var svo sem hægt að horfa fram hjá þessu til að byrja með þar sem flokkurinn var nýr og varla sanngjarnt að bera saman við flokka sem hafa starfað í nærri 100 ár. En ég sé ekki neina bót á þessu á sjóndeildarhringnum. Þannig að ég tel að minni orku sé betur varið að starfa utan flokka að sinni.

En ég þakka fyrir allar góðu stundirnar og óska öllum ykkar alls hins besta. Vona auðvitað að Miðflokkurinn nái sér á strik. Jarðvegurinn fyrir þessum flokki er til staðar. Þykir leiðinlegt að þurfa að skilja við ykkur með þessum hætti. En ég held að í fyllingu tímans munum við öll sjá að það er fyrir bestu. Sérstakar þakkir vil ég senda til félaga minna í Miðflokksfélagi Reykjavíkur og borgarfulltrúum okkar, sem öll hafa unnið frábært og óeigingjarnt starf. Ég mun eflaust halda áfram að styðja þau með ýmsum hætti þar sem við eigum málefnalega samleið, beint eða óbeint.

Gleði og ný tækifæri á nýju ári,
Viðar Freyr Guðmundsson.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“