Talið er að um 600 tonn af flugeldum verði sprengd í loft upp um áramótin, með tilheyrandi loftmengun. Mörgum er enn í fersku minni mengunin á áramótunum í fyrra, sem varð til þess að einhverjir kölluðu eftir því að banna, eða draga úr, flugeldanotkun. Var sett Evrópumet í mengun í Kópavogi, þar sem sólarhringsmeðaltal svifryks mældist 394 míkrógrömm á rúmmetra, en viðmið Evrópusambandsins er 50 míkrógrömm á sólarhring.
Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir og prófessor við Háskóla Íslands, biður almenning um að sýna lungnasjúklingum skilning um áramótin í grein sinni í Morgunblaðinu í dag en hann óttast að svifryk geti orðið með mesta móti:
„Ég vona að íslensk þjóð sýni lungnasjúklingum skilning varðandi flugeldamengun um áramót og gæti hófs. Allir eiga sama rétt á að vera á ferðinni um áramótin,“
Segir Gunnar og gefur þeim sem viðkvæmir eru fyrir svifryki eftirfarandi ráð:
1. Halda sig innandyra á áramótum og dagana þar í kring og hafa glugga lokaða. Hægt er að þétta glugga og hurðir með rökum handklæðum
Samkvæmt veðurspánni verður frost og heiðskýrt og 4 metrar á sekúndu á miðnætti á Gamlársdag, sem er líklega nóg til þess að blása menguninni burt, en veðurfræðingum ber þó ekki saman um það.