fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Óhugnanlegt myndband af árekstri dróna og flugvélar – Þess vegna liggur allt flug á Gatwick niðri

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 20. desember 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt flug hefur legið niðri í fleiri klukkustundir á Gatwick-flugvelli í London síðastliðinn tæpa sólarhring eftir að tilkynningar bárust um dróna á sveimi í kringum flugvöllinn. Svo virðist vera sem um skipulagðan verknað sé að ræða og eini tilgangurinn sé að trufla flugumferð. Breskir fjölmiðlar greina frá því í kvöld að óvissa ríki um það hvenær flugvöllurinn opnar aftur. Enn liggur allt flug niðri og ekki stendur til að opna völlinn fyrr en í fyrsta lagi klukkan sex í fyrramálið.

Málið er tekið mjög alvarlega enda getur stórslys orðið ef dróni rekst á flugvél. Það má sjá á skýringarmyndbandi hér neðst í fréttinni.

Flugi til og frá flugvellinum var ýmist aflýst eða beint í gærkvöldi þegar tilkynnt var um tvo dróna við flugvöllinn. Þá var klukkan um 21. Völlurinn var opnaður aftur klukkan þrjú í nótt en lokað aftur 45 mínútum síðar. Enn sáust drónar á flugi við völlinn klukkan sjö í morgun. Lögreglan rannsakar málið og hefur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tjáð sig um það.

Talsmaður forsætisráðherrans sagði að um mjög óábyrgan og óásættanlegan gjörning sé að ræða. Tafir hafa orðið á flugi rúmlega hundrað þúsund  ferðalanga um flugvöllinn. Breski herinn hefur verið kallaður út og lögregla hefur leitað á náðir almennings um upplýsingar um þá sem bera ábyrgð á drónunum. Þeir sem gerast sekir um að fljúga drónum of nálægt flugvöllum geta átt von á háaum sektum eða allt að fimm ára fangelsi.

Reglur um drónaflug í nágrenni flugvalla í Bretlandi voru hertar ekki alls fyrir löngu og er nú allt slíkt flug bannað í eins kílómetra radíus frá flugvöllum og eins mega drónar aðeins fara í ákveðna hæð.

Eins og að framan greinir er ekki að ástæðulausu að sérstaka aðgæslu þurfi þegar drónum er flogið í nágrenni flugvalla. Árið 2016 munaði aðeins 60 metrum að dróni lenti í árekstri við flugvél sem var að koma til lendingar á LAX-flugvellinum í Los Angeles.

Kevin Poorman, vísindamaður við University of Dayton Reasearch Institute, rannsakaði hvað hefði gerst ef dróninn hefði lent í árekstri við umrædda flugvél. Niðurstaðan er ekki beint falleg eins og meðfylgjandi myndband ber með sér.

Poorman og samstarfsmenn hans gerðu tilraun þar sem líkt var eftir árekstri dróna og flugvélar, nánar tiltekið hægri flugvélarvængs Mooney M20-flugvélar. Litlum dróna, af tegundinni DJI Phanton 2 quadcopter, var skotið á ógnarhraða á vænginn. Þó dróninn sé ekki ýkja stór var krafturinn nógu mikill til að gera stórt gat á vænginn.

Poorman sagði við Wired, sem fjallaði um málið í haust, að áreksturinn hafi verið nógu harður til að skemma vænginn. Áreksturinn gerði það að verkum að vængurinn var ófær um að sinna hlutverki sínu, vélin hefði því að líkindum hrapað.

Þess má geta að Poorman líkti einnig eftir árekstri fugls og flugvélar með svipuðum hætti. Tekið skal fram að hann notaði ekki alvöru fugl til verksins. Fuglinn olli miklu tjóni á vængnum; gatið var stærra en náði ekki jafn djúpt inn.

Hér má sjá myndbandið af árekstri drónans:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu