fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Verkalýðsfélag Akraness afturkallar umboð sitt til SGS – Í samstarf með Eflingu og VR

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 20. desember 2018 10:08

Vilhjálmur Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði við Eyjuna í morgun að hann ætlaði að fylgja fordæmi Eflingar-Stéttarfélags frá því í gær og afturkalla samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins:

„Ég var að senda inn formlegt erindi til fomanns Starfsgreinasambandsins þar sem ég tilkynnti honum um að samninganefnd okkar hafi tekið ákvörðun um að draga samningsumboð sitt tilbaka.“

Vilhjálmur sagðist ekki vita til þess að fleiri aðildarfélög innan SGS ætluðu að fara sömu leið, en viðurkenndi að hann ásamt Eflingu og VR ætluðu að hópa sig saman fyrir komandi átök:

„Já ég held að það liggi svona fyrir að við höfum átt í nánu og góðu samstarfi um nokkra hríð, formenn þessara félaga, og það er vilji okkar Sólveigar að styrkja þetta samband enn frekar. Því það er ljóst að ef þessi þrjú félög og ef fleiri koma til , þá erum við með yfir helming allra félagsmanna ASÍ innan okkar raða, sem yrði ákaflega sterk og öflug samninganefnd. Grundvallaatriði í þessu er að enginn ágreiningur er um kröfugerð félaganna. Hún var samþykkt bæði hjá VR og SGS, og eru þær keimlíkar. Þetta snýst fyrst og fremst um aðferðafræðina í þeirri vinnu sem framundan er.“

sagði Vilhjálmur, en samanlagður fjöldi félagsmanna þessara þriggja félaga yrði um 67000 manns.

Í gærkvöldi samþykkti samninganefnd Eflingar að draga samningsboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka, með yfirgnæfandi meirihluta. Ástæðan er að fyrr í vikunni var felld tillaga á fundi aðildarfélaga SGS, um að vísa kjarasamningaviðræðum strax til Ríkissáttasemjara. Að baki tillögunni stóðu sjö félög af 18, þar á meðal Efling, en 11 greiddu gegn henni.

Formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, var ekki sátt við þá niðurstöðu og nú hefur Efling sagt sig úr Starfsgreinasambandinu. Efling er langstærsta félagið innan SGS, með um 27 þúsund félagsmenn.

 

Uppfært 10:40

Starfsgreinasambandið hefur sent frá sér svohljóðandi tilkynningu:

„Innan raða Starfsgreinasambands Íslands (SGS) eru 19 stéttarfélög rúmlega 57 þúsund félagsmanna um land allt. Samninganefndir hvers félags um sig fara með samningsumboð fyrir hönd sinna félagsmanna en hafa oft falið sameiginlegri samninganefnd SGS að fara með umboðið. Ef einstök félög meta það svo að það sé skynsamlegra vegna aðstæðna hjá þeim að hafa umboðið hjá sér og eiga viðræður beint við atvinnurekendur þá geta þau að sjálfsögðu gert það hvenær sem er. SGS mun halda viðræðum áfram af krafti, í góðri samvinnu við öll félög innan sambandsins, í þeim tilgangi að ná fram réttmætum kröfum til að bæta hag sinna félagsmanna.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk