fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Elmar vildi ekki mæta í landsliðsverkefni og fór í afmæli: Ég leit aðeins of stórt á mig

Victor Pálsson
Sunnudaginn 16. desember 2018 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er Theodór Elmar Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu.

Elmar ákvað að hætta í landsliðinu árið 2009 en hann var þá óánægður með stöðu sína í liðinu.

Ólafur Jóhannesson var landsliðsþjálfari á þeim tíma en Elmar var ekki fyrsti kostur, eitthvað sem hann sætti sig ekki við.

Hann ákvað að tilkynna Óla það að hann væri hættur í landsliðinu áður en hann baðst afsökunar og sneri aftur nokkru síðar.

,,Það var bara þessi hvatvísi, cocky einstaklingur sem leit aðeins of stórt á sig,“ sagði Elmar.

,,Ég man ekki hvort ég hafi ekki verið í hóp eða hvort mér fannst ég bara betri en þeir sem voru fyrir framan mig. Ég held að ég hafi ekki verið í hóp.“

,,Þeir tóku auka mann inn í hópinn því það var einhver tæpur og svo var hann fyrir framan mig.“

,,Svo hringdi ég í Óla og sagði að ég myndi ekki mæta í seinni leikinn. Ég fór í afmæli til brósa í staðinn og það var ástæðan.“

,,Ég man ekki hvað það tók mörg ár þangað til ég fékk aftur sénsinn. Ég fékk aftur sénsinn hjá Óla.“

,,U21 landsliðið fékk forgang og það vantaði menn og ég var þá búinn að hringja í Óla og biðjast afsökunar á hvernig ég var. Hann tók mig í sátt og gaf mér sénsinn aftur.“

,,Svo leið smá tími aftur þar til að Lars kom. Ég var í fyrsta hóp hjá Lars [Lagerback] sem átti að fara til Japan en svo sleit ég krossband hjá Randers.“

Meira:
Bróðir Elmars tók sitt eigið líf: ,Ég myndi ekki óska þess upp á minn helsta óvin að ganga í gegnum lífið, líðandi svona“
Elmar eyddi um efni fram og lifði á núðlum: ,,Það var oftar en einu sinni að maður átti ekkert til“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park